Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi DV 24 milljónir króna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. mars 2020 23:31 Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn kjörtímabilið 2013-2016. Vísir/vilhelm Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd. Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Dæmt var í máli þrotabús DV gegn Frjálsri fjölmiðlun í dag og er Frjálsri fjölmiðlun gert að greiða þrotabúi blaðsins 24 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Það er vegna ógreiddrar skuldar DV við Árvakur og Íslandsbanka, sem Frjáls fjölmiðlun tók yfir þegar félagið keypti útgáfu blaðsins árið 2017. Milljónirnar voru lagðar inn á reikning Björns Inga Hrafnssonar sem lánaði þær svo til DV. Áður en DV lýsti yfir gjaldþroti var félagið í miklum fjárhagskröggum og hafði verið um hríð. Reksturinn hafði gengið erfiðlega í þó nokkur ár og hafði félagið safnað upp töluverðum skuldum á opinberum gjöldum, staðgreiðslum opinberra gjalda, virðisaukaskatti, tryggingargjaldi o.fl. Þá skuldaði félagið einnig bankastofnunum, lífeyrissjóðum og viðskiptamönnum talsverðar fjárhæðir. Sumarið 2017 kom Frjáls fjölmiðlun og fleiri aðilar tengdir félaginu að rekstri DV og systurfélagið þess, Pressunni ehf. og var þá ætlunin að koma inn í reksturinn sem hluthafar eða að kaupa eignir félaganna tveggja. Björn Ingi Hrafnsson, þáverandi stjórnarformaður DV, kom að þessari aðkomu og var láni þessara aðila þannig háttað að lánsupphæð var lögð inn á reikning Björns Inga og lánaði Björn Ingi DV svo sömu upphæð. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í september 2017 keypti Frjáls fjölmiðlun útgáfuréttindi DV og fólst í kaupsamningnum að félagið myndi taka yfir skuldir DV við bæði Árvakur og Íslandsbanka, sem námu 40 milljónum króna, auk 160 milljóna króna greiðslu. Frjáls fjölmiðlun greiddi strax milljónirnar 160 auk 16 milljóna króna inn á skuldir DV við Íslandsbanka. Hins vegar var skuldin við Árvakur ekki greidd niður. Árvakur, eða Landsprent, hefur lýst kröfu að fullu í þrotabú DV vegna skuldarinnar þar sem aldrei var samið við Árvakur um að Frjáls fjölmiðlun myndi taka yfir skuldina. Frjáls fjölmiðlun var þó í dag dæmd til að greiða upp skuldina, auk tveggja milljóna króna skuldar við Íslandsbanka sem var ógreidd.
Fjölmiðlar Reykjavík Dómsmál Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira