Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 13:02 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samkvæmt nýrri skýrslu eru miklar líkur á að áhrif kórónuveirufaldursins vari í um eitt til tvö ár. Rekstur fjölmargra ferðaþjónustufyrirtækja er á leiðinni í gjörgæslu þar sem greinin er nánast tekjulaus. Ríflega 23 þúsund launþegar voru skráðir í greininni í janúar 2020. 713 starfsmönnum félaga í ferðaþjónustu og félögum tengdri ferðaþjónustu var sagt upp í mars. Þá hafa um 11 þúsund starfsmenn skráð sig í hlutastarf samkvæmt fyrstu tölum Vinnumálastofnunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram skýrslunni Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála. Áætlað er að gjaldeyristekjur á þessu ári lækki um 275 til 330 milljarða króna en gert er ráð fyrir að rekstrarvanda í greininni næstu tólf til 24 mánuði. Þá kemur fram að skuldsetning ferðaþjónustunnar hafi aukist mikið þrátt fyrir lítinn tekjuvöxt á undanförnum árum. Flestar greinar ferðaþjónustunnar séu um eða yfir sínu skuldaþoli. Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Fjölmörg fyrirtæki í þrot Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir skýrsluna lýsa ástandinu í greininni vel. „Það liggur alveg á borðinu að ef að þróuninn verður eins og hún hefur verið verður nánast ekkert starfsfólk í greininni á næstu mánuðum.“ Bjarnheiður segir að ef ekki komi til aðgerða fari fjölmörg fyrirtæki í þrot á næstu vikum og mánuðum. „Ég myndi segja að 80-90% fyrirtækja í greininni séu í raunverulegri hættu, að það þurfi einfaldlega að fara í sérstakar aðgerðir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þau eru mjög sérstakri stöðu. Ferðaþjónustan er eina atvinnugreinin sem er að glíma við svona mikið fall í tekjum, eins og við erum að horfa á núna. Og það yrði mjög alvarlegt mál þegar upp væri staðið ef það yrðu engin ferðaþjónustufyrirtæki eftir til að fara í viðspyrnuna.“ Hún segir að svo þetta gerist ekki þurfi að koma lífvænlegum fyrirtækjum í var. „Þau geti bara lokað og beðið þar til viðskipti fari í gang á nýjan leik,“ sagði Bjarnheiður Hallsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira