Leikmönnum dauðbrá á EM – Stukku nánast í fang Víðis Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 22:00 Einhverjum leikmanna íslenska landsliðsins varð verulega bylt við þegar sprengingarnar heyrðust. VÍSIR/BÁRA „Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
„Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, þegar hann rifjaði upp skemmtilega sögu af Evrópumóti kvenna í fótbolta frá árinu 2017. Víðir var þá öryggisstjóri KSÍ. Hryðjuverkaógn hafði verið talsvert til umræðu í aðdraganda mótsins og það var hlutverk Víðis að útskýra fyrir leikmönnum hvað þeim bæri að gera ef hætta skapaðist. „Ég hélt heilmikinn fyrirlestur fyrir stelpurnar um hryðjuverk og viðbrögð, hvað við þyrftum að gera og hvert mitt hlutverk væri,“ sagði Víðir sem mætti sem gestur í Sportið í dag á Stöð 2 Sport í gær. „Svo vorum við búin að spila þarna einhvern leik, sem við ætlum ekkert endilega að tala um úrslitin úr, en eftir leik eru stelpurnar og við allt starfsfólkið að labba og þakka þessum fjölmörgu stuðningsmönnum sem þarna voru. Þá fóru að heyrast sprengingar. Þær voru þarna nokkrar sem nánast stukku upp í fangið á mér… Það sem var að gerast var að það voru uppblásnar klöppur á vellinum sem krakkar voru byrjaðir að sprengja, en stelpurnar voru svo vel þjálfaðar að þær voru komnar strax og biðu bara eftir að ég myndi leiða þær burt af vellinum. Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Víðir og brosti. Endalaus vinna og sjálfsstjórn hjá þessu fólki Eftir að hafa farið með kvennalandsliðinu og karlalandsliðinu á stórmót síðustu ára og í fleiri ferðir kveðst hann heillaður af þeim leikmönnum og þjálfurum sem hann hefur umgengist: „Þessir karakterar í þessum afreksmannahópum okkar, og þetta gildir ábyggilega um allar íþróttir, eru rosalegir. Það er ekki að ástæðulausu að þetta fólk er komið í fremstu röð. Það eru engar tilviljanir í þessu og það er ekki þannig að þetta fólk hafi fæðst eitthvað rosalega gott í fótbolta eða handbolta. Það er bara þessi endalausa vinna og þessi endalausa sjálfsstjórn sem þetta fólk hefur sem að gerir að verkum að þetta fólk kemst þangað sem það kemst. Það er búinn að vera ótrúlegur lærdómur.“ Klippa: Sportið í dag - Víðir um hryðjuverkaógn við kvennalandsliðið Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
KSÍ Sportið í dag Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Sjá meira
Víðir lærði af landsliðsfólkinu og nýtir sér það í dag Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segist hafa lært mikið af því að fylgja íslensku landsliðunum í fótbolta í ferðalögum sem öryggisstjóri KSÍ. 18. apríl 2020 13:00
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46