Stakkaborg lokuð í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 12:31 Þessi risaeðla var einmana í garðinum við Stakkaborg í hádeginu. Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira