Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 18:15 Ítalskur lögreglumaður gætir inngangs að hersjúkrahúsi nærri Mílanó. Vísir/EPA Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru. Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru.
Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30
Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30