Á dagskrá í dag: Körfuboltakvöld, goðsagnir efstu deildar og rafíþróttir Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 06:00 Domino´s körfuboltakvöld er á dagskránni í kvöld. Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is. Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Alla virka daga eru tveir nýir þættir á dagskrá Stöðvar 2 Sport. Annars vegar Sportið í dag, í umsjón Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar, sem er í beinni útsendingu alla virka daga klukkan 15.00, og hins vegar Sportið í kvöld sem Guðmundur Benediktsson og Ríkharð Óskar Guðnason sjá um. Seinni bylgjan er á dagskrá á mánudagskvöldum og Domino's Körfuboltakvöld á föstudögum en þess á milli verða sýndir nýir þættir, Sportið í kvöld, öll þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Allir þessir þættir eru sýndir klukkan 20.00. Stöð 2 Sport er þar að auki dagskrársett með endursýningum af mörgum af bestu leikjum tímabilsins í þeim deildum sem eru sýndar, sem og öðrum frægum leikjum úr safni stöðvarinnar. Á meðal annars efnis á Stöð 2 Sport í dag eru leikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta og Dominos-deild karla í körfubolta, auk spurningaþáttarins Manstu eftir Manchester United í umsjón Guðmundar Benediktssonar. Stöð 2 Sport 2 – Hemmi Hreiðars og Pepsi Max Á Stöð 2 Sport 2 verður boðið upp á tvo leiki úr úrvalsdeild karla í fótbolta, annars vegar viðureign Vals og Víkings og hins vegar leik FH og Stjörnunnar. Laust eftir miðnætti hefst svo þáttur um Hermann Hreiðarsson og þátttöku hans í ensku úrvalsdeildinni. Stöð 2 Sport 3 – Goðsagnir efstu deildar og Alfreð í Heerenveen Goðsagnir efstu deildar karla í fótbolta verða fyrirferðarmiklar á Stöð 2 Sport 3 þar sem verða sýndir tíu þættir úr frábærri seríu um menn sem allir fótboltaáhugamenn þekkja. Þar verða einnig viðtalsþættirnir 1 á 1 með Gumma Ben en í þeim ræddi hann meðal annars við leikmenn íslenska karlalandsliðsins eftir EM-ævintýrið 2016, og þáttur um Alfreð Finnbogason frá því þegar hann raðaði inn mörkum í hollensku úrvalsdeildinni með Heerenveen. Stöð 2 Golf – The Open Opna breska meistaramótið í golfi frá síðasta ári verður sýnt í heild sinni í dag. Stöð 2 Sport 4 – Rafíþróttir hefja göngu sína Á fyrsta degi Stöð 2 eSport verður hægt að horfa á útsendingu frá úrslitakvöldi KARDS heimsmeistaramótsins, en KARDS er íslenskur spilaleikur sem tengist seinni heimsstyrjöldinni. Eftir það verður sýnt frá úrslitum fyrsta keppnistímabilsins í Lenovo-deildinni hér á landi, í Counter Strike og League of Legends. Allar upplýsingar um dagskrá Stöðvar 2 Sports má finna á stod2.is.
Pepsi Max-deild karla Golf Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Rafíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Sjá meira