Alþingi komið á neyðaráætlun Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 20:49 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira