Vorlegt um að litast í Kauphöllinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. mars 2020 10:53 Markaðir heimsins hafa fagnað stýrivaxtalækkunum og tug milljarða innspýtingum um allan heim. Bjartsýnin virðist jafnframt vera að smitast hingað. vísir/vilhelm Hlutabréfamarkaðir heimsins hafa það sem af er degi tekið nokkuð vel í boðaðar efnahagsaðgerðir hinna ýmsu stjórnvalda vegna kórónuveirunnar og má sjá sambærileg teikn í íslensku Kauphöllinni. Eftir hækkanir í Asíu og Evrópu er nánast grænt á öllum tölum á hlutabréfamarkaðnum hérlendis og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 3 prósent í morgun. Þar fer Icelandair Group áfram fremst í flokki en Bogi Nils Bogason og félagar hafa fylgst með hlutabréfaverðinu hækka daglega um tæp 10 prósent síðustu daga. Svipaða sögu er að segja í dag ef fer sem horfir, en hækkunin nemur núna rúmum 12 prósentum. Verð bréfanna er nú 4, en fór lægst í 3 á þriðjudag. Kröftugar hækkanir má sjá annars staðar í Kauphöllinni en gengi fjölda félaga hefur styrkst um 4 til 6 prósent í morgun; eins og Arion, Origo, Sjóvá, Sýn og TM. Marel fylgir í humátt á eftir með hækkun upp á rúmlega 3 og hálft prósent. Þar að auki hefur olíuverð hækkað í dag, rétt eins og það gerði í gær. Brent hráolíutunnann er nú aftur komin yfir 30 dali eftir að hafa hrapað um næstum 50 prósent á einum mánuði. Þar spilar minnkandi eftirspurn eftir kórónuveirufaraldurinn lykilrullu, sem og ósætti olíuframleiðsluþjóða heims um draga samhliða úr framleiðslu. Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir heimsins hafa það sem af er degi tekið nokkuð vel í boðaðar efnahagsaðgerðir hinna ýmsu stjórnvalda vegna kórónuveirunnar og má sjá sambærileg teikn í íslensku Kauphöllinni. Eftir hækkanir í Asíu og Evrópu er nánast grænt á öllum tölum á hlutabréfamarkaðnum hérlendis og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúm 3 prósent í morgun. Þar fer Icelandair Group áfram fremst í flokki en Bogi Nils Bogason og félagar hafa fylgst með hlutabréfaverðinu hækka daglega um tæp 10 prósent síðustu daga. Svipaða sögu er að segja í dag ef fer sem horfir, en hækkunin nemur núna rúmum 12 prósentum. Verð bréfanna er nú 4, en fór lægst í 3 á þriðjudag. Kröftugar hækkanir má sjá annars staðar í Kauphöllinni en gengi fjölda félaga hefur styrkst um 4 til 6 prósent í morgun; eins og Arion, Origo, Sjóvá, Sýn og TM. Marel fylgir í humátt á eftir með hækkun upp á rúmlega 3 og hálft prósent. Þar að auki hefur olíuverð hækkað í dag, rétt eins og það gerði í gær. Brent hráolíutunnann er nú aftur komin yfir 30 dali eftir að hafa hrapað um næstum 50 prósent á einum mánuði. Þar spilar minnkandi eftirspurn eftir kórónuveirufaraldurinn lykilrullu, sem og ósætti olíuframleiðsluþjóða heims um draga samhliða úr framleiðslu.
Markaðir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðspyrna Icelandair heldur áfram Úrvalsvísitalan hefur styrkst lítillega í dag 19. mars 2020 11:39 Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45 Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Bjartsýnir á að flug með ferskan fisk verði tryggt Mikill samdráttur í farþegaflugi vekur spurningar um hvernig fer með útflutning á ferskum íslenskum sjávarafurðum með flugi en stór hluti nýtir farangursrými farþegaflugvéla. 18. mars 2020 16:45
Icelandair rýkur upp eftir 65 prósenta fall Á sama tíma og virði hlutabréfa í Icelandair hafa hækkað um næstum 14 prósent eru húrrandi lækkanir annars staðar í Kauphöllinni í dag. 18. mars 2020 13:03