Verulega ömurlegur vetur neitar að víkja Jakob Bjarnar skrifar 20. mars 2020 12:52 Einar segir að veðrið í vetur hafi verið einstaklega leiðinlegt og ekkert fararsnið sé á vetrinum, ekki í sjálfu sér. Spurt er: Hvenær kemur vorið? „Það er ekki hægt að dagsetja það. Ekki frekar en venjulega því íslenska vorið er tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Ekki beinn og breiður vegur inn í sumarið. Öðru nær,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þjóðin er að koðna niður undan fargi ótíðinda af kórónuvírusnum. Geðheilsa þjóðarsálarinnar er í hættu. Gleðitíðindi eru eins og vatn á pottaplöntu sem er við að þorna upp. Þannig gleypti fólk í sig fréttir af því að lóan væri komin. Hugsanlega hafa jafnvel einhverjir laumast til, freistast til að leiða hugann að orðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og leggja við þau trúnað, jafn fábjánaleg og þau nú eru um vorið og sumarið; að í hitanum þá myndi Covid-19 hverfa eins og fyrir töfra. Þetta virkar víst ekki þannig. Geðlyfið sem gott veður er lætur bíða eftir sér Ekki aðeins er að ótíðindi hafi einkennt þennan vetur svo sem kórónuveira, Samherjahneyksli og landris og skjálftar við Grindavík svo eitthvað sé nefnt; þessi vetur fer í sögubækur sem einn af þeim allra leiðinlegustu veðurfarslega líka. Marga er því farið að lengja eftir vorinu. En svo það sé sagt hreint út er lítillar huggunar að vænta úr þeirri áttinni. Vissulega má sjá fegurð í veðurkortum. Einar birti þessa mynd á Facebooksíðu sinni í morgun og segir: Í vestri frá Íslandi var í morgun ennþá ekki orðið alveg bjart, svarbláir éljaklakkar bíða þess að ryðjast til okkar, en takið líka eftir því hvað skýjajaðarinn er skarpur! - og greinilegur skuggi. Einar Sveinbjörnsson segist þekkja það vel að litið sé til vorskomunnar og veðurs sem geðlyfs. En, þó lóan sé komin þá heldur hún sig að mestu í fjörunni og hættir sér ekki upp á land. „Núna um helgina fer að hlána og tekur upp dálítinn snjó á láglendi, þá í tveimur lotum, í dag og á sunnudag. Leysingin á sunnudaginn verður öllu meiri. En, hún nær ekki til hæstu fjallvega, þar er enn vetur, hríðarveður og kóf.“ Verðum að fara að losna við þennan snjó Þetta lítur sem sagt ekkert mjög vel út. Einar segir að það snjói á milli, þá með éljum milli blota. Bloti er vægari útgáfa af hláku að ekki sé talað um asahláku, útskýrir Einar. „Við þurfum að fara að losna við þennan snjó af láglendi. Það munar svo miklu því þegar hann er farinn því þá byrjar sólin að hita yfirborðið og það munar um þann varma. Sem við fáum oft á þessum árstíma þegar er enginn snjór,“ segir Einar. Og bendir jafnframt á að tómt mál sé að gera sér vonir um að þetta muni gerast í bráð fyrir norðan og austan þar sem snjór er talsvert meiri. Lóan er vissulega komin en það er eins og hún viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún heldur sig í fjörunni og hættir sér ekki uppá land. Enda þar snjór og hríðarkóf.getty Í kortum Einars fyrir næstu viku er rysjótt veður. „Éljahraglandi en það bræðir frá og er hiti yfir frostmarki á deginum en kaldara á nóttunni. Svo er langtímaútlitið, ef maður ætlar að treysta því, það er lofandi. Að það nái sæmilega hlýtt loft að einhverjum gæðum til landsins. Langtímaútlitið gerir ráð fyrir því og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að það gerist. Enda er vetri að ljúka og árstíðaskipti framundan,“ segir Einar. Freistast ekki til að láta undan pressu En það er alveg á hreinu að hann ætlar ekki að lofa uppí ermina á sér. Einar kannast vel við þá pressu sem er á veðurfræðingum þegar fólk er farið að lengja eftir góðu veðri. En hann ætlar ekki að bogna undan henni og breytast í einhvern lýðskrumara, sama hversu mjög blaðamaður Vísis rukkar hann um gott vor. Einar rýnir reglulega í spákort sem taka til lengri tíma. „Langtímaspár eru, þegar eru svona umskipti, sól að hækka á lofti og framrás vors á norðurhveli jarðar minna áreiðanlegar en oft. Það þarf að taka þeim með talsverðum fyrirvara. Maður sér mikla dreifingu í líkindaspám og þessum langtímaspám.“ Einar segir vitaskuld ekkert óeðlilegt við það að fólk vilji hafa veðrið skárra, menn dreymir góða veðurdaga. Sérstaklega hjá okkur sem búum svona norðarlega. Vetrarmánuðirnir eru fjórir hér á norðurhveli, suður í Evrópu telja menn vetrinum lokið 1. mars. Það er ekki hér. Veðurminni manna er rysjótt. En, þessi vetur fer í sögubækur sem einstaklega leiðinlegur og umhleypingarsamur. Hér náði ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, einstakri mynd af öldugangi við bryggjuna hjá Hörpu. Túristarnir eru farnir en veðrið ekki.visir/vilhelm „Við reiknum meðaltöl vetrar frá desember og út mars. Fjórir langir vetrarmánuðir. Vetrarblíða stundum en lítið borið á henni. Reyndar var þetta ágætt um jólaleytið en flestir búnir að gleyma því. Frá því fyrir áramót hefur þetta verið samfelldur rosakafli með stuttum hléum. Allavega veður; vindasamt, leysingar og mikill snjór.“ Einstaklega ömurlegur vetur Þrátt fyrir lélegt veðurminni ætti fólk ekki að finna til samviskubits þó því sé farið að lengja eftir betra veðri. Því Einar segir þennan vetur hafa verið óhemju slæman veðurfarslega. „Verulega slæmur. Við getum fundið eitthvað svipað en ekkert sambærilegt á þessari öld. Það var eitthvað svipað í gangi 1990. Það má fletta upp og finna eitthvað sambærilegt en óvenjulegt fyrir okkar tíma, ekki verið svona vetur lengi.“ Sumarið í fyrra var einstaklega gott, þá hér á suðvesturhorninu. Þau á Norðausturlandinu voru ekki eins kát. Einar segir ómögulegt að segja nokkuð um það hvernig væntanlegt sumar verði. Veturinn segi ekkert til um það hvernig sumar tekur við. „Ekki vegna þess að það eru engin sérstök frávik á sjónum. Það er ómögulegt um að segja hvaða vindar verði ríkjandi ef einhverjir.“ Veður Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan er komin, mögulega að kveða burt snjóinn. 15. mars 2020 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Spurt er: Hvenær kemur vorið? „Það er ekki hægt að dagsetja það. Ekki frekar en venjulega því íslenska vorið er tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Ekki beinn og breiður vegur inn í sumarið. Öðru nær,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Þjóðin er að koðna niður undan fargi ótíðinda af kórónuvírusnum. Geðheilsa þjóðarsálarinnar er í hættu. Gleðitíðindi eru eins og vatn á pottaplöntu sem er við að þorna upp. Þannig gleypti fólk í sig fréttir af því að lóan væri komin. Hugsanlega hafa jafnvel einhverjir laumast til, freistast til að leiða hugann að orðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta og leggja við þau trúnað, jafn fábjánaleg og þau nú eru um vorið og sumarið; að í hitanum þá myndi Covid-19 hverfa eins og fyrir töfra. Þetta virkar víst ekki þannig. Geðlyfið sem gott veður er lætur bíða eftir sér Ekki aðeins er að ótíðindi hafi einkennt þennan vetur svo sem kórónuveira, Samherjahneyksli og landris og skjálftar við Grindavík svo eitthvað sé nefnt; þessi vetur fer í sögubækur sem einn af þeim allra leiðinlegustu veðurfarslega líka. Marga er því farið að lengja eftir vorinu. En svo það sé sagt hreint út er lítillar huggunar að vænta úr þeirri áttinni. Vissulega má sjá fegurð í veðurkortum. Einar birti þessa mynd á Facebooksíðu sinni í morgun og segir: Í vestri frá Íslandi var í morgun ennþá ekki orðið alveg bjart, svarbláir éljaklakkar bíða þess að ryðjast til okkar, en takið líka eftir því hvað skýjajaðarinn er skarpur! - og greinilegur skuggi. Einar Sveinbjörnsson segist þekkja það vel að litið sé til vorskomunnar og veðurs sem geðlyfs. En, þó lóan sé komin þá heldur hún sig að mestu í fjörunni og hættir sér ekki upp á land. „Núna um helgina fer að hlána og tekur upp dálítinn snjó á láglendi, þá í tveimur lotum, í dag og á sunnudag. Leysingin á sunnudaginn verður öllu meiri. En, hún nær ekki til hæstu fjallvega, þar er enn vetur, hríðarveður og kóf.“ Verðum að fara að losna við þennan snjó Þetta lítur sem sagt ekkert mjög vel út. Einar segir að það snjói á milli, þá með éljum milli blota. Bloti er vægari útgáfa af hláku að ekki sé talað um asahláku, útskýrir Einar. „Við þurfum að fara að losna við þennan snjó af láglendi. Það munar svo miklu því þegar hann er farinn því þá byrjar sólin að hita yfirborðið og það munar um þann varma. Sem við fáum oft á þessum árstíma þegar er enginn snjór,“ segir Einar. Og bendir jafnframt á að tómt mál sé að gera sér vonir um að þetta muni gerast í bráð fyrir norðan og austan þar sem snjór er talsvert meiri. Lóan er vissulega komin en það er eins og hún viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Hún heldur sig í fjörunni og hættir sér ekki uppá land. Enda þar snjór og hríðarkóf.getty Í kortum Einars fyrir næstu viku er rysjótt veður. „Éljahraglandi en það bræðir frá og er hiti yfir frostmarki á deginum en kaldara á nóttunni. Svo er langtímaútlitið, ef maður ætlar að treysta því, það er lofandi. Að það nái sæmilega hlýtt loft að einhverjum gæðum til landsins. Langtímaútlitið gerir ráð fyrir því og í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að það gerist. Enda er vetri að ljúka og árstíðaskipti framundan,“ segir Einar. Freistast ekki til að láta undan pressu En það er alveg á hreinu að hann ætlar ekki að lofa uppí ermina á sér. Einar kannast vel við þá pressu sem er á veðurfræðingum þegar fólk er farið að lengja eftir góðu veðri. En hann ætlar ekki að bogna undan henni og breytast í einhvern lýðskrumara, sama hversu mjög blaðamaður Vísis rukkar hann um gott vor. Einar rýnir reglulega í spákort sem taka til lengri tíma. „Langtímaspár eru, þegar eru svona umskipti, sól að hækka á lofti og framrás vors á norðurhveli jarðar minna áreiðanlegar en oft. Það þarf að taka þeim með talsverðum fyrirvara. Maður sér mikla dreifingu í líkindaspám og þessum langtímaspám.“ Einar segir vitaskuld ekkert óeðlilegt við það að fólk vilji hafa veðrið skárra, menn dreymir góða veðurdaga. Sérstaklega hjá okkur sem búum svona norðarlega. Vetrarmánuðirnir eru fjórir hér á norðurhveli, suður í Evrópu telja menn vetrinum lokið 1. mars. Það er ekki hér. Veðurminni manna er rysjótt. En, þessi vetur fer í sögubækur sem einstaklega leiðinlegur og umhleypingarsamur. Hér náði ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, einstakri mynd af öldugangi við bryggjuna hjá Hörpu. Túristarnir eru farnir en veðrið ekki.visir/vilhelm „Við reiknum meðaltöl vetrar frá desember og út mars. Fjórir langir vetrarmánuðir. Vetrarblíða stundum en lítið borið á henni. Reyndar var þetta ágætt um jólaleytið en flestir búnir að gleyma því. Frá því fyrir áramót hefur þetta verið samfelldur rosakafli með stuttum hléum. Allavega veður; vindasamt, leysingar og mikill snjór.“ Einstaklega ömurlegur vetur Þrátt fyrir lélegt veðurminni ætti fólk ekki að finna til samviskubits þó því sé farið að lengja eftir betra veðri. Því Einar segir þennan vetur hafa verið óhemju slæman veðurfarslega. „Verulega slæmur. Við getum fundið eitthvað svipað en ekkert sambærilegt á þessari öld. Það var eitthvað svipað í gangi 1990. Það má fletta upp og finna eitthvað sambærilegt en óvenjulegt fyrir okkar tíma, ekki verið svona vetur lengi.“ Sumarið í fyrra var einstaklega gott, þá hér á suðvesturhorninu. Þau á Norðausturlandinu voru ekki eins kát. Einar segir ómögulegt að segja nokkuð um það hvernig væntanlegt sumar verði. Veturinn segi ekkert til um það hvernig sumar tekur við. „Ekki vegna þess að það eru engin sérstök frávik á sjónum. Það er ómögulegt um að segja hvaða vindar verði ríkjandi ef einhverjir.“
Veður Tengdar fréttir Lóan er komin Lóan er komin, mögulega að kveða burt snjóinn. 15. mars 2020 18:00 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira