Úrvinda í viku eftir tækniklúðrið í Söngvakeppninni Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2020 10:00 Björg Magnúsdóttir hefur verið að gera frábæra hluti í sjónvarpi og útvarpi undanfarin ár. vísir/vilhelm Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira. Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Fjölmiðlakonan og rithöfundurinn Björg Magnúsdóttir hefur slegið í gegn á skjánum undanfarin ár og farið mikinn í beinum útsendingum í Söngvakeppninni og í þáttunum Kappsmál. Hún starfar einnig á Rás 2 og skrifaði handritið að þáttunum Ráðherrann. Björg, sem stundum er kölluð Bjöllan, er gestur vikunnar í Einkalífinu. Björg var meðal þeirra sem stýrði lokakvöldinu í Söngvakeppninni ásamt Fannari Sveinssyni og Benedikt Valssyni. Upp kom sú staða í beinni útsendingu fyrir framan alþjóð að tæknin var að stríða framleiðendum sýningarinnar og varð Björg til að mynda að teygja lopann töluvert í viðtölum á sviðinu, til að vinna tíma fyrir tæknimenn RÚV. Eftir lokakvöldið var tala um fátt annað í íslensku samfélagi en umrætt tækniklúður og tók það sinn toll á sjónvarpskonuna. „Manni líður ótrúlega skringilega. Þú ert með pródúsent í eyranu og heyrir raddir þar. Þú ert að reyna að frjósa ekki og þú verður að segja eitthvað og getur ekki bara staðið kyrr á sviðinu,“ segir Björg og heldur áfram. „Þetta er allt einhvern veginn að berjast innra með þér á sama tíma og þá kallar maður bara á hund,“ segir Björg en athygli vakti þegar Björg fékk einmitt hund á sviðið í beinni útsendingu. „Mér bara datt ekkert annað í hug og þarna var mjög óljóst hversu mikið væri eftir af viðgerðartímanum. Þetta getur bara gerst, adrenalínið er botni, það eru allir að horfa og þú verður bara að komast í gegnum þetta. Ég er ekki að segja að ég hafi haft eitthvað gaman af þessu en það er ekkert hægt að verða eitthvað brjálaður, þetta er hluti af þessu.“ Hún segist hafa verið alveg uppgefin eftir þetta kvöld. „Ég var bara búin og sagði bara strax, hvar er bjórinn. Ég var bara sprungin blaðra og svo bara gerði ég ekki neitt í viku og las þrjár bækur. Maður er alveg útkeyrður eftir svona langt álagsferli.“ Í þættinum hér að ofan var einnig rætt um upphaf Bjargar í fjölmiðlum, um söguna á bakvið nafnið Bjöllan, um það hvernig sé að vera kona í fjölmiðlum, um tækniklúðrir á úrslitakvöldi Eurovision, um skilnað sem hún gekk í gegnum á síðasta ári um handritagerð hennar fyrir Ráðherrann og margt fleira.
Einkalífið Eurovision Tengdar fréttir Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32 Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00 Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Konur eiga ekki að bera sig saman við aðrar konur fyrir launaviðtal Athafnarkonan Tobba Marinósdóttir stofnaði á dögunum nýtt fyrirtæki sem ber heitið Náttúrulega gott og framleiðir hún handgert granóla ásamt móður sinni Guðbjörgu Birkisdóttur. 17. mars 2020 12:32
Ætlaði alltaf að verða frægur Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, hefur síðustu tuttugu ár verið einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins. 8. mars 2020 10:00