Ástin (og neyðin) á tímum kórónuveirunnar Atli Viðar Thorstensen skrifar 20. mars 2020 16:00 Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Miðað við fréttaflutning undanfarinna vikna mætti halda að það sé kominn á heimsfriður, fátækt hafi verið útrýmt og allir hafi aðeins það eina hlutverk að kveða COVID-19 í kútinn. Enda þótt seinni hlutinn sé réttur, eða ætti að vera réttur, er sá fyrri það ekki. Því miður búa enn í dag milljónir barna, kvenna og karla við mikið fæðuóöryggi og sjá jafnvel fram á hungur næstu mánuði. Stríð geysa enn, fólk flýr umvörpum heimili sín og mikill fjöldi fólks býr enn við sárafátækt. Við hjá Rauða krossinum höfum oft bent á að Ísland sé ekki eyland að því leyti að það sem gerist út í heimi hefur með einum eða öðrum hætti áhrif hér heima. Skýrt merki um það er gosið í Eyjafjallajökli sem og ástandið sem við upplifum nú í tengslum við COVID-19. Veiran sem á sér uppruna hinum megin á hnettinum er nú svo útbreidd að það er víða ferðabann, landamærum lokað og r samkomubann á Íslandi. Allt þetta gerir það að verkum að fréttir rúma vart annað. Í þess konar ástandi er brýnt að sýna náungakærleika og ást því leiðin út úr neyðarástandi liggur fyrst og fremst í samstöðunni og samtakamættinum. Við erum sannarlega öll almannavarnir og við erum öll mannvinir. Þrátt fyrir að við á Íslandi búum við ákveðið neyðarástand eru verslanir enn opnar, það er friður og hér er heilbrigðiskerfið sterkt og öflugt. Því miður er ekki sömu sögu að segja um fátækustu ríkin og það má alveg fullyrða að COVID-19 hefur enn verri og neikvæðari áhrif á þau en okkur sem fæddumst á Íslandi eða í öðrum ríkum löndum. Við sem sú þjóð sem býr við hvað mestu hagsæld og öryggi í heiminum verðum hins vegar að átta okkur betur á heildarmyndinni og gera mikið meira og betur í að aðstoða fátækustu ríkin til bjargálna. Framlag Íslands til þróunarsamvinnu hefur alla tíð verið langt undir þeim markmiðum Sameinuðu þjóðanna sem stjórnvöld hafa stefnt að og stutt í hartnær hálfa öld. Það er ekki til eftirbreytni. Íslensk stjórnvöld hafa, fyrir það takmarkaða fé sem sett er í þróunarsamvinnu, staðið sig vel í að leggja áherslu á valdeflingu kvenna og menntun stúlkna, jafnrétti yfir höfuð og sjálfbærni. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á baráttuna gegn loftslagsvánni heldur er líka besta leiðin til sjálfbærrar framþróunar fyrir fátæk ríki. Á tímum kórónuveirunnar er svo mikilvægt að gleyma ekki náunganum. Líka náunganum sem býr við sult annars staðar því öll deilum við þessari litlu plánetu. þar sem skakkaföll hér hafa áhrif þar og öfugt. Það er rétt að Ísland eitt og sér mun aldrei bjarga heiminum. En við getum sannarlega haft góð áhrif og ef við erum góð fyrirmynd og stöndum okkar vakt erum við einnig í betri aðstöðu til að hvetja önnur ríki til að fylgja fordæmi okkar. Þar hefur Ísland stórt hlutverk sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Í því liggur líka ástin á náunganum og þannig getum við svarað neyð á tímum kórónaveirunnar þar sem þörfin er brýnust. Það hafa Mannvinir Rauða krossins sannarlega gert með framlögum sínum sem nýtast bæði til alþjóðlegra mannúðarverkefna en ekki síður til mikilvægra samfélagsverkefna hér heima, ekki síst á tímum sem þessum. Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun