Meira en þriðjungur hefur breytt vinnufyrirkomulagi sínu Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 18:54 Það voru fáir á ferli á Suðurlandsbrautinni á fyrsta degi samkomubannsins á mánudag. Margir hafa breytt vinnufyrirkomulagi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Yngra fólk og sérfræðingar voru líklegri en aðrir til þess að vinna heima. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa beðið starfsfólk sem hefur kost á því að vinna heima hjá sér til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Af svarendum í könnun MMR sögðust 39% starfa við breytt vinnufyrirkomulag þessa dagana vegna faraldursins. Tæpur fjórðungur allra svarenda sagðist vinna heima að hluta til og 15% sögðust eingöngu vinna heima. Svarendur á aldrinum 30-49 ára (33%) reyndust líklegastir allra aldurshópa til að segjast vinna að hluta til að heiman þessa dagana en svarendur 18-29 ára (23%) og 68 ára og eldri (19%) reyndust líklegastir til að segjast eingöngu vinna að heiman. Nokkurn mun var að sjá á vinnufyrirkomulagi eftir starfsgreinum en sérfræðingar reyndust líklegri en aðrir svarendur til segjast að vinna að hluta til (45%) eða að öllu leyti (19%) að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Vinstri grænna (42%) reyndist líklegast til að segjast vinna að hluta til að heiman og stuðningsfólk Vinstri-grænna (17%) og Pírata (17%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu vinna að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Framsóknar (78%), Miðflokks (69%) og Sjálfstæðisflokks (65%) reyndist hins vegar líklegast til að segja vinnufyrirkomulag sitt með óbreyttum hætti þessa dagana. Könnunin var gerð dagana 18.-20. mars. Samkomubann sem hefur sett starfsemi skóla úr skorðum tók gildi mánudaginn 16. mars. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skoðanakannanir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að meira en þriðjungur landsmanna vinnur nú heima hjá sér að einhverju eða öllu leyti ef marka má nýja könnun MMR. Yngra fólk og sérfræðingar voru líklegri en aðrir til þess að vinna heima. Mörg fyrirtæki og stofnanir hafa beðið starfsfólk sem hefur kost á því að vinna heima hjá sér til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Af svarendum í könnun MMR sögðust 39% starfa við breytt vinnufyrirkomulag þessa dagana vegna faraldursins. Tæpur fjórðungur allra svarenda sagðist vinna heima að hluta til og 15% sögðust eingöngu vinna heima. Svarendur á aldrinum 30-49 ára (33%) reyndust líklegastir allra aldurshópa til að segjast vinna að hluta til að heiman þessa dagana en svarendur 18-29 ára (23%) og 68 ára og eldri (19%) reyndust líklegastir til að segjast eingöngu vinna að heiman. Nokkurn mun var að sjá á vinnufyrirkomulagi eftir starfsgreinum en sérfræðingar reyndust líklegri en aðrir svarendur til segjast að vinna að hluta til (45%) eða að öllu leyti (19%) að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Vinstri grænna (42%) reyndist líklegast til að segjast vinna að hluta til að heiman og stuðningsfólk Vinstri-grænna (17%) og Pírata (17%) reyndist líklegast til að segjast eingöngu vinna að heiman þessa dagana. Stuðningsfólk Framsóknar (78%), Miðflokks (69%) og Sjálfstæðisflokks (65%) reyndist hins vegar líklegast til að segja vinnufyrirkomulag sitt með óbreyttum hætti þessa dagana. Könnunin var gerð dagana 18.-20. mars. Samkomubann sem hefur sett starfsemi skóla úr skorðum tók gildi mánudaginn 16. mars.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Skoðanakannanir Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira