Á fjórða tug starfsmanna bráðadeildar í sóttkví eða veikir Kjartan Kjartansson og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 20. mars 2020 20:09 Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Um 10-15% starfsmanna bráðadeildar Landspítalans eru nú veikir eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Yfirlæknir bráðalækninga segir að þrátt fyrir það hafi tekist að halda fullri starfsemi á deildinni. Fleiri en tvö hundruð starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og tuttugu og fimm hafa greinst með veiruna. Á bráðadeild eru 33 starfsmenn annað hvort veikir eða í sóttkví. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, yfirlæknis bráðalækninga á Landspítalanum, hafa fjarvistirnar haft töluverð áhrif á starfsemina. „Þetta hefur áhrif en aðrir starfsmenn stíga inn og taka upp þær vaktir sem á þarf að halda þannig að við höfum getað haldið fullri starfsemi,“ sagði Jón Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Spálíkön sem almannavarnir hafa stuðst við benda til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá verði álag jafnframt mest á heilbrigðisþjónustuna. Jón Magnús segir að hluti þeirra starfsmanna bráðadeildarinnar verði kominn aftur til starfa þá en þó ekki allir. Alls hafa nú rúmlega fjögur hundruð manns greinst smitaðir af kórónuveirunni á Íslandi og eru um 4.000 manns í sóttkví. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi í dag að faraldurinn væri enn í vexti en þó ekki endilega eins miklum og óttast hafði verið.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11 Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22 Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27 Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Áhyggjuefni að fólk sé farið að slaka á samkomubanni Það er áhyggjuefni að strax sé farið að bera á því fólk sé farið að slaka í samkomubanninu, það er eitthvað sem hafi verið öflugt framan af þegar bannið tók gildi síðastliðinn mánudag sé nú ekki eins gott. 20. mars 2020 15:11
Biðla til fólks að biðja ekki um undanþágu frá sóttkví nema nauðsyn krefji Töluvert hafi borið á undanþágubeiðnum en erfitt sé að verða við þeim ef aðgerðin eigi að hafa tilætluð áhrif. 20. mars 2020 14:22
Staðfest smit orðin á fimmta hundrað Staðfest smit í gær voru 330 og hafa því 79 bæst í hóp smitaðra síðasta sólarhringinn. 20. mars 2020 11:27
Telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna sökudólginn Landlæknir telur skíðaáhuga heilbrigðisstarfsmanna ástæðu þess að á annað hundrað starfsmenn Landspítala séu í sóttkví, sem er talsverður fjöldi. 20. mars 2020 15:16