Tveir þingmenn Viðreisnar í sóttkví Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 21:12 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður og formaður Viðreisnar, og Hanna Katrín Friðrikson, þingmaður flokksins, eru báðar farnar í sóttkví vegna kórónuveirunnar. Þingkonurnar tilkynntu um þetta á Facebook-síðum sínum í kvöld. Þorgerður Katrín skrifar að fjölskylda hennar sé öll komin í sóttkví, þar á meðal móðir hennar á tíræðisaldri. „Það er ekkert annað í stöðunni en að taka þessu alvarlega og fara að fyrirmælum sóttvarnateymisins. Þetta er fúlasta alvara. Pössum upp á fólkið okkar, elsku vinir, og gerum þetta rétt. Því lífið heldur áfram,“ skrifar þingmaðurinn. Í samtali við Vísis segir Þorgerður Katrín að sóttvarnateymi hafi hringt í fjölskylduna í gær en þá kom í ljós að hún hafði umgengist manneskju sem greindist síðar smituð. Ekkert þeirra sé þó með einkenni. „Við gerum það sem þarf að gera, það er ekkert annað í boði. Sem betur fer er nútímatækni þóþannig að það er hægt að gera mjög margt og fylgjast með mjög mörgu og tala við marga," segir Þorgerður Katrín. Hanna Katrín segir að bæði hún og Ragnhildur Sverrisdóttir, eiginkona hennar, séu sóttkví. Þær séu einkennalausar og hressar ennþá. „Sem betur fer er Alþingi búið að koma upp eðal fjarfundabúnaði fyrir nefndafundi svo við sem erum í sóttkví, getum áfram lagt okkar af mörkum þar sem þörf krefur,“ skrifar hún. Þorgerður Katrín segir að sem betur fer sé þingið búið að koma sér upp góðum fjarfundarbúnaði fyrir nefndir. Þingmenn geti þó ekki greitt atkvæði. Hún veltir fyrir sér hvort að við stjórnarskrárvinnu sem nú stendur yfir ætti til þess að hægt verði að breyta fyrirkomulagi atkvæðagreiðsla á þingi við aðstæður eins og þær sem nú eru uppi í faraldrinum. „En að öðru leyti er þingið alltaf að verða betra og betra í því að nýta tæknina,“ segir hún. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Viðreisn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels