Heimsmeistarinn Hamilton í sjálfskipaðri sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. mars 2020 13:00 Lewis Hamilton hefur haldið sig frá fólki undanfarna daga. Dan Istitene/Getty Images Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020 Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1, er í sjálfskipaðri sóttkví eftir að hafa umgengist fólk sem greinst hefur með COVID-19. Hamilton er einkennalaus en tekur enga áhættu. Hann greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag. Áður en Hamilton, sem er sexfaldur heimsmeistari, hélt til Ástralíu þar sem fyrsta keppni ársins í Formúlu 1 átti að fara fram þá var hann á góðgerðarsamkomu í London. Þar var hann ásamt leikaranum Idris Elba sem og Sophie Trudeau [eiginkonu Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada] en þau hafa bæði greinst með kórónuveiruna. Hamilton vill ekki taka neina óþarfa áhættu og hefur því verið í sjálfskipaðri sóttkví þó svo hann finni ekki fyrir neinum einkennum. Sky Sports greindi frá þessu fyrr í dag. Hamilton fór í skimun fyrir veirunni þann 4. mars en hefur ekki farið síðan „þar sem aðrir þurfa frekar á því að halda.“ Í færslunni sem Hamilton birti á Twitter tekur hann fram að hann sé hraustur, æfi tvisvar á dag og hafi talað við lækni. Þá segir hann að það sé það takmarkaður fjöldi af prófum í boði fyrir þá sem gætu verið með veiruna og því vilji hann ekki láta prófa sig af óþörfu. Að lokum þakkar hann fyrir öll skilaboðin og minnir fólk á að þvo sér reglulega með vatni og sápu í allavega 20 sekúndur. Skilaboðin má lesa hér að neðan. pic.twitter.com/0EoEae3JjU— Lewis Hamilton (@LewisHamilton) March 21, 2020
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30 Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn hneykslaður yfir því að ástralski kappaksturinn fari fram Starfsmenn liða í formúlu eitt gætu verið komnir með kórónuveiruna en formúla eitt ætlar ekki að fresta ástralska kappakstrinum um helgina. 12. mars 2020 08:30
Mónakókappakstrinum aflýst og tveimur keppnum frestað Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af afleiðingum kórónuveirunnar og nú hefur verið ákveðið að taka Mónakókappaksturinn af dagskrá tímabilsins auk þess að fresta hollenska og spænska kappakstrinum. 19. mars 2020 22:15
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti