Smári McCarthy smitaður af kórónuveirunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. mars 2020 23:42 Smári McCarthy er þingmaður Pírata. Vísir/Vilhelm Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er smitaður af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálfskipaða sóttkví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á daginn í gær eftir prufu á föstudaginn að ég er búinn að vera með Covid-19 smit. Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill,“ skrifar Smári. Hann segir önnur einkenni koma og fara, auk þess sem hann kveðst heppinn hversu vægt ástand hans virðist vera. Hann sé nú kominn í tveggja vikna einangrun. Hann ætlar þó að reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu á meðan, í gegnum fjarfundi og símtöl. „Ég veit ekki hvar ég smitaðist eða hvernig, það verður líklega aldrei vitað. Smitrakningarteymið sendi á mig skjal og gaf mér viðmiðunardagsetningu eftir samtal, og það ætti að vera búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerðirnar þar til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa teljandi áhrif á störfin þar,“ skrifar hann og bætir við að hann telji þó að smitum á Alþingi eigi eftir að fjölga þegar á líður. Þá segist Smári gjarnan vilja hrósa heilsugæslunni í Miðbæ, smitrakningateymi almannavarna og lækninum sem hringdi í hann til þess að færa honum fréttirnar af því að hann hefði greinst með veiruna. Allt þetta fólk, ásamt öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins, sé að vinna þrekvirki þessa dagana. „Við erum öll í þessu saman. Nú reynir á að við fylgjum reglunum, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að komast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterkari. Pís!“ skrifar Smári að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, er smitaður af kórónuveirunni sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni. „Jæja. Það kom að því. Fyrir rúmri viku fór ég í sjálfskipaða sóttkví eftir að ég fór að fá hósta. Það kom á daginn í gær eftir prufu á föstudaginn að ég er búinn að vera með Covid-19 smit. Ég er þokkalega hress, einkennin mjög væg, hóstinn mestmegnis farinn og hitinn varð aldrei mikill,“ skrifar Smári. Hann segir önnur einkenni koma og fara, auk þess sem hann kveðst heppinn hversu vægt ástand hans virðist vera. Hann sé nú kominn í tveggja vikna einangrun. Hann ætlar þó að reyna að sinna þingstörfum eftir bestu getu á meðan, í gegnum fjarfundi og símtöl. „Ég veit ekki hvar ég smitaðist eða hvernig, það verður líklega aldrei vitað. Smitrakningarteymið sendi á mig skjal og gaf mér viðmiðunardagsetningu eftir samtal, og það ætti að vera búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví eftir að hafa umgengist mig. Hvað Alþingi varðar hafa aðgerðirnar þar til að halda fólki í hæfilegri fjarlægð hver frá öðrum verið til þess að mitt smit ætti ekki að hafa teljandi áhrif á störfin þar,“ skrifar hann og bætir við að hann telji þó að smitum á Alþingi eigi eftir að fjölga þegar á líður. Þá segist Smári gjarnan vilja hrósa heilsugæslunni í Miðbæ, smitrakningateymi almannavarna og lækninum sem hringdi í hann til þess að færa honum fréttirnar af því að hann hefði greinst með veiruna. Allt þetta fólk, ásamt öðrum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins, sé að vinna þrekvirki þessa dagana. „Við erum öll í þessu saman. Nú reynir á að við fylgjum reglunum, reynum að minnka smit eins mikið og hægt er, og reynum að komast í gegnum þetta. Stöndum saman og komum út sterkari. Pís!“ skrifar Smári að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Píratar Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira