Læknar ósáttir við að vera „fallbyssufóður“ Kjartan Kjartansson skrifar 23. mars 2020 11:47 Sjúkrahús á Bretlandi hafa glímt við skort á nauðsynlegum búnaði til að glíma við kórónuveirufaraldurinn og telur starfsfólk sig í hættu vegna þess. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa ræst út herinn til að flytja hlífðarbúnað á sjúkrahús sem sárvantar sums staðar í dag. Læknar í framlínu kórónuveirufaraldursins hafa lýst óánægju með að þeir séu gerðir að „fallbyssufóðri“ því að sjúkrahúsin skorti nauðsynlegan búnað til að tryggja öryggi heilbrigðisstarfsmanna. Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur sætt gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við faraldrinum. Heilbrigðisstarfsfólk hefur kvartað undan því að það skorti hlífðarbúnað og að það upplifi sig ekki óhult í vinnunni. Fleiri en sex þúsund læknar skrifuðu Johnson opið bréf þar sem þeir sögðu að þeir væru beðnir um að hætta lífi sínu með grímum sem væru útrunnar og skorti á búnaði. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra, viðurkenndi að vandamál hafi verið til staðar en nú væri brugðist við af krafti. Hermenn muni flytja búnað og vistir til heilbrigðisstarfsmanna í allan dag og fram á nótt, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Þetta er eins og stríðsátak, þetta er stríð gegn þessari veiru þannig að herinn hefur verið ótrúlega nytsamlegur í flutningum svo við getum fengið birgðir til að verja fólkið í framlínunni,“ segir Hancock. Heilbrigðisyfirvöld segjast hafa skilgreint um eina og hálfa milljón manna í áhættuhóp og nú sé unnið að því að hafa samband við fólkið. Það verði hvatt til þess að halda sig heima í tólf vikur. Þar á meðal eru krabbameinssjúklingar, fólk með öndunarfæravandamál og líffæraþegar. Átján ára gamalt ungmenni með undirliggjandi veikindi er á meðal 281 dauðsfalla á Bretlandi í faraldrinum. Margir Bretar lögðu leið sína í almenningsgarða eins og Primrose Hill í Lundúnum um helgina þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að fólk héldi sig heima til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.Vísir/Getty Útgöngubann mögulegt haldi fólk áfram að hunsa tilmæli Misbrestur hefur orðið á því að landsmenn allir taki mark á tilmælum stjórnvalda um að fólk haldi sig heima og halda sig í tveggja metra fjarlægð frá öðru fólki til að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Milljónir Breta lögðu þannig leið sína í almenningsgarða og fleiri opinbera staði til að njóta sólar um helgina. „Við upplifðum annasamasta dag í heimsóknum í manna minnum. Það er allt morandi í gestum á svæðinu,“ segir Emyr Williams, forstjóri Snowdonia-þjóðgarðsins í Wales, sem lýsti síðasta sólarhringnum sem fordæmalausum þar. Stjórnvöld segja að ef landsmenn fylgja ekki tilmælunum um að halda sig heima og forðast óþarfa samneyti við annað fólk gæti þurft að gríða til strangari úrræða eins og útgöngubanns og ferðatakmarkana. Hancock heilbrigðisráðherra segir þá sem hunsa ráðleggingar stjórnvalda „sjálfselska“. „Ef fólk fer innan við tvo metra frá öðrum sem það býr ekki með þá er það að hjálpa til við að dreifa veirunni og afleiðingarnar eiga eftir að kosta mannslíf og að þýðir að þetta á eftir að vera lengur fyrir alla,“ segir hann. Breska þingið ræðir neyðarfrumvarp í dag sem myndi veita ríkisstjórninni frekari valdheimildir til að bregðast við faraldrinum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Til greina kemur að loka öllum verslunum sem eru ekki taldar nauðsynlegar og að sekta fólk sem hunsar tilmæli stjórnvalda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39 Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Breskum börum og veitingastöðum gert að loka Kaffihúsum, knæpum, börum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum Bretlands verður gert að loka frá og með morgundeginum samkvæmt tilmælum forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson. 20. mars 2020 17:39
Breskum skólum lokað og skammtað í verslunum Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að skólum á Englandi yrði lokað vegna kórónuveirufaraldursins eftir föstudaginn 20. mars. Stórmarkaðir hafa gripið til skammtana því fólk hættir ekki að hamstra vörur. 18. mars 2020 20:32