Upp brekkuna Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2020 14:12 Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinstri græn Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur. Við stöndum frammi fyrir áskorun sem enginn sá fyrir en þá er mikilvægt að standa í lappirnar og gera það sem þarf. Fyrsta varnarlínan er mönnuð heilbrigðisstarfsfólki og fagfólki í almannavörnum. Það stendur vaktina, með þekkingu og vísindi að vopni gegn þessum vágesti. Þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir eru orðin fastagestir á heimilum landsmanna og halda okkur vel upplýstum. Það er svo óendanlega mikilvægt að við förum eftir því sem þau segja því hvert og eitt okkar ber ábyrgð. Það er ekki að ósekju að þau margítreka að ef fyrirmælum er fylgt þá komumst við í gegnum þetta saman án óhóflegs álags á heilbrigðiskerfið. Önnur varnarlínan eru aðgerðir til að bregðast við því sjokki sem þetta ástand verður á efnahaginn. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti umfangsmiklar aðgerðir í þeim efnum á laugardag. Þær eru tíu talsins og er umfang þeirra upp á 230 milljarða króna. Markmiðið er skýrt - að verja grunnstoðir samfélagsins, að vernda afkomu fólks og fyrirtækja ásamt því að tryggja viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf þegar þetta gengur yfir. Verjum grunnstoðirnar Á föstudaginn samþykkti Alþingi lög um að ríkið taki tímabundið við launakostnaði þeirra sem eru færðir í minna starfshlutfall. Þannig er komið til móts við fyrirtækin í landinu ásamt því að með þessu er færi á að koma í veg fyrir að tugþúsundir Íslendinga missi störf sín. Tryggt er að fólk á lægstu launum fái óskertar tekjur. Heilu atvinnugreinarnarstanda nú frammi fyrir því að tekjustraumurinn hefur horfið, fólk fer ekki út að borða í miðri farsótt. Flug til landsins eru hálftóm og ferðamenn orðnir fáséðir. Því mun ríkið veita fyrirtækjum í rekstrarvanda viðbótarlán auk þess að hraða lækkun bankaskatts til að bankar geti nýtt svigrúmið til að koma til móts við einstaklinga og fyrirtæki. Einnig verður gjalddögum á opinberum gjöldum frestað til þess að fyrirtæki geti frekar lifað af þessa ágjöf. Verndum afkomu fólks Búið er að tryggja laun fólks sem er í sóttkví og getur ekki sinnt starfi sínu þaðan. Þetta er afar mikilvægt svo einstaklingar geti fylgt tilmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að hafa áhyggjur af því að það skerði laun þeirra. Þá verður sérstök eingreiðsla greidd út til foreldra 80 þúsund barna í landinu til þess að styðja þær sérstaklega Viðspyrna fyrir efnahagslífið Við vitum ekki hvenær þessi faraldur gengur yfir, en við vitum að hann mun gera það og að þetta er tímabundið ástand. Því er mikilvægt að huga strax að því hvað við ætlum að gera þegar rofar til. Því leggur ríkisstjórnin til að farið verði í 20 milljarða króna fjárfestingarátak strax á þessu ári um allt land.. Þá verður landsmönnum gefið gjafabréf fyrir innlenda ferðaþjónustu, gistináttagjald afnumið tímabundið og markaðsátak undirbúið. Þannig verður reynt að stuðla að því að sem flestir ferðamenn komi hingað til lands á nýjan leik þegar rofar til og jafnframt eru landsmenn hvattir til að ferðast innanlands. Því ekki megum við gleyma því að vera til. Verkefnið Allir vinna verður útvíkkað þannig að full endurgreiðsla verður vegna viðhalds á heimilum og hjá félagasamtökum. Greitt verður fyrir vöruflutningum með því að lækka gjöld og fresta gjalddögum. Saman getum við þetta Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að þessi vágestur verði ekki til þess að hér verði langvinn niðursveifla í hagkerfinu og tugþúsundir Íslendinga verði atvinnulausir. Það er mikilvægt. Í þessu öllu saman er einnig mikilvægt að staldra við, anda, hlæja og halda áfram að vera til. En mikilvægast að öllu er að fara eftir ráðleggingum heilbrigðisstarfsfólksins – því með vísindum vinnum við. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun