Útgöngubann sett á í Bretlandi Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 20:54 „Þið verðið að halda ykkur heima" sagði Boris Johnson í ávarpi sínu nú í kvöld. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti í ávarpi sínu í kvöld víðtækar takmarkanir sem ætlað er að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi. Samkvæmt þessum nýju tilmælum verður Bretum óheimilt að yfirgefa heimili sitt nema nauðsyn beri til. Sömuleiðis verður óheimilt fyrir fleiri en tvo einstaklinga að safnast saman á almannafæri nema um sé að ræða sambýlisfólk. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu. Verður landsmönnum nú einungis leyft að fara út fyrir hússins dyr til innkaupa á nauðsynjum, til að sækja sér heilbrigðisþjónustu eða fara í og úr vinnu þegar nauðsyn krefur og um að ræða starf sem ekki er hægt að sinna heima fyrir. Einnig verður fólki leyft að yfirgefa heimilið til þess að hreyfa sig einu sinni á dag og til að veita öðrum nauðsynlega umönun eða aðstoð. Þar að auki verður öllum verslunum sem selja ekki nauðsynjar lokað ásamt bókasöfnum, leikvöllum og trúarbyggingum. Þá verður bannað að halda hinar ýmsu athafnir á borð við brúðkaup og skírnir, að jarðarförum undanskildum. Fram kom í ávarpi forsætisráðherrans að lögreglunni væri heimilt að beita sektum ef brotið yrði á tilmælunum sem taka gildi strax í kvöld. Þau munu gilda í minnst þrjár vikur. Alls hafa 335 látist í landinu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Sjá meira