Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2020 11:09 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins. Alls hafa nú 41 greinst með veiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 í Vestmannaeyjum og eru tæplega 500 íbúar í sóttkví. Eins og gefur að skilja hefur þetta mikil áhrif í bænum, meðal annars á skólastarf, og þá er bæjarstjórinn sjálfur í sóttkví ásamt fjölskyldu sinni. Íris ræddi stöðuna í Eyjum í morgunþættinum Bítið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði hún stöðuna á sér og sinni fjölskyldu fína; þau væru búin að vera í sóttkví í ansi marga daga en væru öll hress. Sjálf væri hún búin að koma sér upp góðri heimaskrifstofu þar sem hún getur sinnt vinnu sinni sem bæjarstjóri. Íris sagði mál sem tengjast COVID-19 taka langmest af tíma hennar þessa dagana. „Það tekur langmestan tímann, COVID-málin, en við þurfum náttúrulega að taka önnur mál. Við erum auðvitað að fara í gegnum pakka ríkisstjórnarinnar, það sem er ætlast til af sveitarfélögunum, eins og önnur sveitarfélög, og svo bara daglegan rekstur. En þetta hefur komið inn svolítið með kröftugum hætti hérna þannig að það er af ýmsu að taka,“ sagði Íris. Vegna útbreiðslu veirunnar í Eyjum var farið í hertari aðgerðir þar strax um helgina varðandi til dæmis samkomubann. Þannig mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í Eyjum en annars staðar á landinu, fyrir utan Húnaþing vestra, mega mest 20 manns koma saman. Í Húnaþingi vestra takmarkast samkomur við fimm manns þar sem smit er útbreitt þar líkt og í Eyjum. Nota úrvinnslusóttkví Íris sagði enn hægt að ferðast til Eyja en hertari aðgerðir vegna veirunnar þýði auðvitað mjög miklar breytingar á mörgu í bænum. „En fólk er bara svo ótrúlega jákvætt, jákvætt í þessum hörmulegu aðstæðum sem við erum að glíma við, ekki bara við heldur allur heimurinn, þjóðin öll og samfélagið allt á Íslandi.“ Þá sagði Íris að þau hafi reynt að vera svolítið á undan veirunni til að hefta útbreiðsluna, til að mynda gripið til þess sem kallast úrvinnslusóttkví. „En það sem við höfum náttúrulega gert hér er að við höfum tekið flest sýni per íbúa. Við höfum verið svolítið „pro active.“ Við erum að kalla inn og reyna að rekja. Það er búið að útvista smitrakningunni til lögreglunnar hér, smitrakningunni hérna, þannig að við þurfum að reyna að vera svolítið á undan og notum mikið þessa úrvinnslukví þannig að ef við teljum líkur á að einhver muni greinast smitaður eða rakningateymið telur það þá er hann settur í þessa úrvinnslukví. Þannig að við erum að reyna að hefta þetta en eðlilega greinast talsvert fleiri hérna því við erum svolítið að ganga á eftir fólki.“ Aldrei komið til greina að loka Vestmannaeyjum Aðspurð sagði bæjarstjórinn að það hafi aldrei komið til greina að loka Eyjum alveg eða að mestu leyti fyrir umferð. „Nei, sóttvarnalæknir er ekki að mæla með því. Hann er ekki að mæla með því að við séum að loka okkur inni en ég held að fólk bara..þ að það er alltaf eins og það sé Eurovision, það eru alltaf tómar götur, fólk er bara heima og það er að fara eftir þessu. Ég held að enginn fyrir þremur vikum hafi gert sér grein fyrir því hvað þetta yrði alvarlegt.“ Þá minnti hún á þetta væri tímabundið ástandi. „Og við þurfum öll að finna okkur eitthvað til að hlakka til. Við verðum að hugsa það að það verður skemmtilegt sumar og ég hlakka til að sjá ykkur á golfvellinum,“ sagði Íris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira