Hvorki rottueitur né frostlögur drápu kanínurnar í Elliðaárdal Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. mars 2020 15:48 Kanínuhræ eru á víð og dreif í Elliðaárdal. vísir/vilhelm Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“ Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Kanínurnar sem drápust í Elliðaárdal virðast ekki hafa sungið sitt síðasta fyrir tilstuðlan músa- eða rottueiturs, frostlagar eða salta vegna hálkuvarna. Þó er talið að brátt veirusmit eða eitrun af einhverju tagi sé líklegasta skýringin á kanínudauðanum. Fólki er ráðlagt að taka ekki með sér kanínur heim til að forðast útbreiðslu smits og kanínueigendur eru hvattir til að halda sig frá Elliðaárdal. Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum vinna nú að því að finna ástæður þess að fjöldi kanína hefur veikst og drepist í Elliðaárdal, eins og greint var frá í gær. MAST birti nú síðdegis stutta samantekt á stöðu rannsóknarinnar þar sem segir að einna helst sé um tvo veirusjúkdóma sem geti dregið kanínur hratt til dauða, eins og virðist hafa verið raunin í Ellíðaárdal: Svokallað smitandi lifrardrep og svo myxoamaveirusýking. Kanína í Elliðaárdal fær gulrót að naga.Vísir/vilhelm Orsök smitandi lifrardreps er harðgerð veira af calici-tegund (e. Rabbit Haemorrhagic Disease Virus). Smitaðar kanínur drepast oftast á innan við einum sólarhring og oft sjást engin sérstök sjúkdómseinkenni áður en þær drepast snögglega. Veiran hefur aðeins einu sinni komið upp hér á landi árið 2002 á Suður- og Suðvesturlandi. Sjúkdómurinn dró mikinn fjölda af kanínum til dauða á kanínubúum og í heimahúsum áður en náðist að ráða niðurlögum hans. Það er í fyrsta og eina skipti sem sjúkdómurinn hefur greinst hér á landi. Hinn veirusjúkdómurinn er vegna myxoma veiru sem tilheyrir svokölluðum pox veirum. Dýrin drepast oft á innan við tveimur sólarhringum og þá helst með einkenni frá öndunarfærum og bólgum á höfði. Sjá einnig: Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal MAST tekur fram að umræddir veirusjúkdómar smiti aðeins kanínur, ekki önnur dýr, en fólk geti þó mögulega borið þá með sér á skóm eða í fatnaði. Því eru kanínueigendur hvattir til að forðast Elliðaárdalinn á meðan óvíst er hvort um þessa sjúkdóma sé að ræða. „Ef kanínueigendur hafa gengið um svæðið er þeim ráðlagt að þvo fatnað í að minnsta kosti 50 gráðu hita og setja skóbotna í klórblöndu 1:10. Ólíklegt er að sótthreinsispritt og sápa dugi til að drepa veiruna,“ segir í tilmælum MAST. Þá bætir Matvælastofnun við að illmögulegt sé að bjarga smituðum kanínum og ætti fólk því ekki að taka kanínurnar með sér heim. „Starfsfólk Reykjavíkurborgar fylgist með kanínunum, kemur veikum dýrum til dýralæknis og kemur hræjum í örugga eyðingu.“
Dýr Reykjavík Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16
Rannsaka kanínudauða í Elliðaárdal Matvælastofnun rannsakar nú dauða fjölda kanína í Elliðaárdal. 23. mars 2020 16:16