Segir virði Mbappé falla um 160 milljónir evra Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 10:00 Kylian Mbappé gæti verið á leið til Real Madrid í framtíðinni, fyrir mun lægra verð en áður. vísir/getty Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann. Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Ýmsir velta nú fyrir sér hverjar fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins verði fyrir fótboltaheiminn. Franskur stjórnmálamaður segir ljóst að stjörnur á borð við Kylian Mbappé muni hríðfalla í verði. Daniel Cohn-Bendit er einn af fulltrúum Frakka á Evrópuþinginu. Hann kom inn á knattspyrnuhlið kórónuveirukrísunnar í pistli sínum í Ouest France. „Þegar að kórónuveirukrísunni lýkur mun Mbappé ekki vera metinn á meira en 35-40 milljónir evra, í stað 200 áður,“ skrifar Cohn-Bendit. Félög í bestu deildum Evrópu ramba jafnvel á barmi gjaldþrots og enn óvíst hvenær keppni getur hafist að nýju, og hvað þá fyrir framan áhorfendur. „Og hver mun hafa efni á að kaupa hann? Þessi krísa mun stöðva fáránleikann í afreksíþróttum. Þetta er eins og kjarnorkustyrjöld og það þarf að byggja allt upp að nýju, á öðrum grunni. Það verða settar reglur og það er nauðsynlegt að ganga lengra í að setja launaþak. Þetta endurskipulag mun ekki bara hafa áhrif á laun leikmanna heldur líka auglýsingasamninga. Við verðum að brjóta upp þetta umboðsmannakerfi, sem stuðlar að óeðlilega dýrum viðskiptum í fótboltanum. Ég held að leikmenn muni ekki hafa það neitt verra þó að þeir fái lægri laun,“ segir Cohn-Bendit. Samkvæmt AS hafði Real Madrid gert ráð fyrir að kaupa Mbappé sumarið 2021, þegar hann ætti eitt ár eftir af samningi sínum við PSG. Þá ætti staðan að vera skýrari en núna, og forráðamönnum Real Madrid mun vera mjög létt að hafa ekki verið búnir að gera samning um að greiða himinháar fjárhæðir fyrir Frakkann.
Franski boltinn Spænski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00 Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00 Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Mbappe fljótastur í heimi | Fjórir úr ensku úrvalsdeildinni á topp tíu Kylian Mbappe er fljótasti leikmaður í heimi ef marka má tölfræði sem franska dagblaðið Le Figaro hefur undir höndum. Fjórir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar komast á lista yfir þá tíu fljótustu. 17. apríl 2020 10:00
Brunaútsala hjá Real í sumar? Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, er talinn vilja losna við fimm leikmenn frá félaginu í sumar en hann vill hreinsa til og koma með nýtt blóð inn í félagið. 28. mars 2020 23:00