Netnotkun Íslendinga í samkomubanni jafnast á við jólin Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2020 20:48 Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Vísir/Getty Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Netnotkun Íslendinga hefur aukist nokkuð undanfarna daga og vikur með tilliti til samkomubanns og félagslegar einangrunar Íslendinga sem vinna nú margir hverjir heima hjá sér. Aukning þessi á bæði við netnotkun í símum og í gegnum þráðlaus net en aukningin er mest yfir dagtímann. Þó er traffíkin ennþá meiri á kvöldin en á daginn, eins og yfirleitt. Vísir leitaði svara um netnotkun Íslendinga á tímum faraldurs hjá Vodafone, Símanum og Nova. Í stuttu máli sagt, þá er notkunin meiri en venjulega og eins og áður segir á það við farsíma, heimanet og sjónvarpsáhorf. Hjá Vodafone var hækkunin til að mynda um 20 til 30 prósent á heimatengingum. Enn nær umferðin á daginn ekki í netnotkun á kvöldin, þó hún hafi aukist svo mikið. Samkvæmt svörum frá Símanum jafnast umferðin á við jól og páska en þá eru einmitt flestir Íslendingar heima og ekki í vinnu. Þar er hið sama á teningnum varðandi aukna netumferð á daginn og er hún mun meiri en hefðbundin notkun á virkum dögum. Þar að auki dreifist hún yfir allan daginn, í stað þess að toppa á ákveðnum tíma dags. Gagnanotkun hjá Nova hefur sömuleiðis aukist eftir að samkomubann var sett á og leggst hún einnig nokkuð jafnt yfir. Þar á bæ, eins og annarsstaðar, hefur hin aukna netnotkun ekki komið niður á svartíma fjarskiptakerfa. Netnotkun viðskiptavina NOVA í farsímum hefur aukist mikið á milli ára og er búist að sú þróun haldi áfram. Að mestu er það streymi afþreyingar og samskipta í háum gæðum sem kallar eftir aukinni afkastagetu. Þá virðast Íslendingar mun duglegri við að hringja í hvorn annan. Því símtölum í farsímakerfi Vodafone hefur fjölgað um helming. Það er, 50 prósent. Vísir er í eigu Sýnar, sem á einnig Vodane.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarskipti Samkomubann á Íslandi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent