Ásdís: Gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega Anton Ingi Leifsson skrifar 25. mars 2020 22:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er reyna að komast á sínu fjórðu Ólympíuleika. Getty/Alexander Hassenstein Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur farið á sína síðustu Ólympíuleika. Þetta varð ljóst eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna kórónuveirunnar. Arnar Björnsson ræddi við Ásdísi í Sportinu í dag. „Þetta er gríðarleg vonbrigði og hrikalegt áfall fyrir mig persónulega. Á sama tíma skil ég þessa ákvörðun. Það er augljóslega mjög erfitt í ástandið í heiminum núna og þetta er ekki auðveld ákvörðun að taka,“ sagði Ásdís við Arnar Björnsson í dag. Ásdís ætlar ekki að reyna við Ólympíuleikana á næsta ári en er þó ekki af baki dottin. Hún ætlar að reyna komast á EM sem fer, vonandi, fram í sumar og æfir af fullum krafti. „Það hefur gengið vel að æfa. Sem betur fer er ekki búið að loka íþróttamannvirkjunum í Svíþjóð þar sem ég er búsett. Við getum enn farið á æfingar en ég hef ákveðið að vera heima eins mikið og ég get til þess að stofna heilsu minni eða annara í hættu. Ég æfi heima en fer niður í höll þrisvar til fjórum sinnum í viku.“ Hún segir að eftir því sem leið á hafi hún áttað sig á því að hún væri ekki á leið á aðra Ólympíuleika en hún hafði farið á þrjá Ólympíuleika á ferlinum. „Eftir því sem dagarnir liðu og ástandið verður verra og verra, þá áttar maður sig á því að það er enginn möguleiki á að Ólympíuleikarnir byrji í byrjun júlí. Ég var að vonast til þess að þeir yrðu færðir til loka árs, því ég hefði getað haldið áfram í nokkra mánuði í viðbót en að taka heilt nýtt tímabil með öllu saman er gríðarlegt álag á líkamanum.“ Ásdís rifjaði upp sínar stærstu stundir á ferlinum til þessa og gerði upp ferilinn í innslaginu sem má sjá hér að neðan. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Klippa: Ásdís Hjálmsdóttir í Skype
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Sportið í dag Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Sjá meira