Bolsonaro gerir lítið úr kórónuveirunni og sakar fjölmiðla um að ala á ótta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. mars 2020 23:00 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. Vísir/Getty Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur sakað fjölmiðla þar í landi um að ala á ótta fólks með umfjöllun sinni um kórónuveiruna COVID-19 og útbreiðslu hennar. Þetta sagði hann í ræðu þar sem hann reyndi að gera lítið úr alverleika veirunnar og áhrifanna sem hún hefur. Þetta gerði hann í ræðu sem sjónvarpað var um Brasilíu í gær. Þar kallaði hann einnig eftir því að bæjar- og ríkisstjórar í landinu drægju úr þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið í Brasilíu til að hefta útbreiðslu veirunnar. „Líf okkar verða að halda áfram. Fólk verður að halda störfum sínum. Við verðum að koma hlutunum aftur í eðlilegt horf,“ hefur BBC eftir Bolsonaro. Ræða forsetans olli mikilli reiði meðal Brasilíubúa. Raunar svo mikilli, að mótmæli gegn forsetanum spruttu út víða um landið. Þá sagði forsetinn að aðgerðir á borð við takmarkanir á almenningssamgöngum, samskiptum fólks og lokanir skóla og fyrirtækja væru til þess fallnar að skilja eftir sig „sviðna jörð.“ Neitar því að hafa greinst með veiruna sjálfur Þá bætti hann við að fólk yfir 60 ára aldri kynni að vera í hættu. Aðrir, þar á meðal hann sjálfur, hefðu ekkert að óttast. „Miðað við íþróttasögu mína hefði ég ekkert að óttast ef ég fengi veiruna. Ég myndi ekki finna fyrir neinu, þetta yrði í mesta lagi örlítil flensa.“ Fregnir hafa borist af því að Bolsonaro sjálfur sé með veiruna. Á síðustu dögum hafa 22 embættismenn, sem fylgdu forsetanum í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna, greinst með veiruna. Bolsonaro hefur í tvígang hafnað því að hafa greinst með veiruna, án þess þó að leggja fram sannanir fyrir því. Leiðtogi brasilíska þingsins, Davi Alcolumbre, sagði í kjölfar ræðu Bolsonaro að Brasilíu skorti „alvarlega, ábyrga stjórn.“ Alcolumbre er sjálfur í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira