Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára eins og Haukur í Coca Cola-auglýsingunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 12:00 „Má Eiður koma út að leika?“ Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00
Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00
Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37