Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:00 Fá pör urðu á vegi ljósmyndara Vísis á Gullna hringnum í gær. Þetta hestapar beið þess að fá hestanammið sitt sem hefur væntanlega verið af skornum skammti undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sjá meira