Þrír bestu samherjar Emils hjá félagsliðum hafa allir spilað með stórliðum Anton Ingi Leifsson skrifar 27. mars 2020 10:45 Emil og Luca Toni fagna marki gegn Cesena í ítalska boltanum í aprílmánuði 2015 en þeir náðu einkar vel saman. vísir/getty Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira
Emil Hallfreðsson fékk það vandasama verkefni í þættinum Sportinu í kvöld að velja þrjá bestu félaganna úr bæði félagsliðum og landsliðinu. Eiður Smári Guðjohnsen, Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson voru bestu samherjarnir í landsliðinu. Emil hefur ekki spilað með neinum aukvissum í gegnum tíðina en lengst af á sínum ferli hefur FH-ingurinn spilað á Ítalíu. Þar hefur hann leikið með mörgum frábærum leikmönnum og fyrsti leikmaðurinn á blað var Rafael Marquez. Marquez og Emil léku saman hjá Hellas Verona tímabilið 2014/2015 en einungis fjórum árum áður hafði Mexíkóinn yfirgefið Barcelona þar sem hann hafði leikið tæplega tvo hundruð leiki fyrir spænska stórveldið. „Þegar hann kom til okkar þá fannst mér það súrealískt. Hann var búinn að vera í Barcelona með tagglið og hrikalega flottur. Að hann væri bara kominn til Hellas Verona,“ sagði Emil. Næstur á blað var Jorginho sem leikur í dag með Chelsea. Jorginho og Emil léku einnig saman hjá Hellas Verona en þaðan fór Jorginho til Napoli og síðar meir til Chelsea. „Hann kom upp hjá Verona þegar ég var þar. Ég er að reyna eigna mér smá í honum. Mér fannst hann hrikalega góður og ég var í góðu sambandi við þjálfarann sem bjó fyrir ofan mig. Hann var oft að kalla mig upp og pæla hvernig hann ætti að spila daginn eftir. Ég sagði einu sinni við hann að hann yrði að spila Jorginho. Settu hann í liðið sem hann gerði og þá var hann örugglega 50 kíló,“ sagði Emil. Síðastur en ekki sístur á blað var Luca Toni. Eins og fyrri tveir leikmennirnir þá var það hjá Hellas Verona sem Emil og Toni spiluðu saman en Luca Toni hefur meðal annars spilað með Bayern Munchen og Juventus á sínum ferli. „Þetta er einn fyndnasti gaur sem ég hef kynnst inn í klefanum. Þetta er algjört „legend“. Hann kom til okkar 37 ára og hann var markahæstur í deildinni 38 ára. Hann sleppti aldrei æfingu, æfði alltaf, var ekkert geðveikt góður á öllum æfingum en svo varð hann bara „beast“ á sunnudögum,“ sagði Emil. Skemmtilegt lag um Luca Toni sem og nánari útskýringu Emils á þessum liðsfélögum má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld: Emil valdi þrjá bestu liðsfélaganna úr félagsliði Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Ítalski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Handbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Handbolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Fleiri fréttir „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Sjá meira