Bara allt í einu! Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. mars 2020 10:00 Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Dagur þrjátíu og eitthvað heima. Með börnin. Í tæplega 90 fermetrum. Og köttur. Þetta gæti verið byrjun á hryllingsmynd. En þetta var bara skrifað til að krydda upp komandi texta. Ég þori varla að viðurkenna þetta, en ég eeeeeelska þetta ástand. Ekki misskilja mig, ég er sorgmædd og ég er leið, sérstaklega þegar ég les um öll dauðsföllin og öll þessi veikindi. Ég vona heitt og innilega að við komumst nokkuð heil til baka. En í þessu ástandi, á degi þrjátíu og eitthvað, (Verkfall plús Kóróna) hefur mér ekki leiðst í 1 mínútu. Er ekki að grínast. Meina þetta. Ég bara hreinlega elska að vera heima í hellinum mínum með fjölskyldu minni og mega ekki fara út nema til að sækja fæðu. Eins og í gamla gamla gamla daga. Hluti af mér skammast mín fyrir að líða svona vel miðað við ástandið í heiminum. Sem sýnir það að innra ástand hefur ekkert með ytra ástand að gera. Ekki neitt. Ég vakna á morgnana. Hlusta á Sadhguru vin minn á Youtube í um það bil klukkustund. Fæ mér kaffi og vítamínvatn. Ég bið fyrir heiminum og hugleiði ljós inn í mína nánustu. Ég geri jógaæfingar og fæ að velja mér jógastöð og jógakennara beint heim í stofu. Eða kakóstund. Allir að gefa, engin eigingjarn. Getur þetta orðið eitthvað betra?? Ég fer í göngutúr út á sjó og hlusta á uppbyggilegt efni á meðan. Ég elda kvöldmat og ég baka fyrir kaffitíma á meðan ég hlusta á tónlist og syng upphátt. Vantar bara svuntuna. Ég púsla á gólfinu með börnunum og við lesum saman. Líf mitt er pínkuponsu eins og líf langömmu minnar. Nema hún var í 30 fermetrar. Með 17 börn. Ég þarf ekki að gera neitt. A Allt sem ég hélt að væri mikilvægt, er ekki rass í bala mikilvægt. Allt í einu er ég hætt að segja “bíddu” við börnin mín, eða “kannski seinna”. Allt í einu þarf ég ekki að skutla og sækja og er bara allíteinu er ég bara á sokkunum út á stétt með börnunum að syngja Eurovision lag. Allt í einu skiptir einkunnir ekki eins miklu máli eða vinna á einhverju íþróttamóti. Allt í einu er ekki hægt að lita á sér augabrúnirnar eða undirbúa sig í viku fyrir árshátíð sem stenst aldrei væntingar. Allt í einu tuða ég ekkert yfir heimalærdómi. Allt í einu má vera drasl því það kemur enginn í heimsókn. Allt í einu þarf ég að mæta mér og mínum tilfinningum í 90 fermetra íbúð með fullt af triggerum. Allt í einu er ég að mála steina sem ég fann í fjörunni. Mála allskonar kalla og yin og yang merkið. Bara alveg óvart er ég hætt að fara svona oft í búð og nýti allt miklu betur. Allt í einu leika allir sér bara í sínu horni og ég fer að leira. Alveg bara sísona. Allt í einu… …... þarf ég BARA MIG og ekkert annað. Þarf ekki einu sinni ís með dýfu. Það er svo klikkað bara að vera! Svo algjörlega klikkað ástand. Að fá tækifæri til að fá að vera, án þess að þurfa að gera, er algjörlega stórkostlegt! Móðir náttúra skoh! Skrefinu á undan. Klukkan er núna korter yfir sjö á fimmtudagskvöldi… held ég. Ég sit á púða á gólfinu í náttfötunum. Með heyrnartól en ekki að hlusta á neitt samt. Börnin eru einhvers staðar úti að leika. Heimatilbúin afgangur síðan í gær. Í alvöru krakkar…. ef þetta er ekki „lífið er núna“ þá er það ekkert. NJÓTIÐ!!
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar