Tvö hundruð nema útskriftarferð og 32 milljónir króna í uppnámi Jakob Bjarnar skrifar 28. mars 2020 09:00 Breki Karlsson. Allar línur eru rauðglóandi hjá Neytendasamtökunum. Fólk hefur þungar áhyggjur af því hvað verður um innágreiðslur á ferðir sem seint ef nokkru sinni verða farnar. visir/vilhelm „Við höfum hvatt til að stjórnvöld geri meira en bara bjarga fyrirtækjum. Til að bjarga hagsmunum neytenda og fyrirtækja verður ríkið að koma inn í á svipaðan hátt og í Danmörku,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Á skrifstofu Neytendasamtakanna eru allar símalínur rauðglóandi. Fólk sem leitar upplýsinga um réttarstöðu sína gagnvart greiðslum sem það hefur innt af hendi vegna ferða sem verða sennilega aldrei farnar. Eða í það minnsta frestast þær von úr viti. Vísir greindi á dögunum frá máli Jónínu Símonardóttur sjúkraliða sem hafði keypt sér ferð til Tenerife. Síðan kemur upp sú staða að Spánn er skilgreint sem hááhættusvæði og þar er sett á útgöngubann. Jónínu þótti galið að Heimsferðir, ferðskrifstofan sem hún skipi við, ætluðu að halda sínu striki með ferðina. Og fljúga með sig í hálfgildings stofufangelsi eða í sóttkví. Heimsferðir brugðust við og breyttu ferð hennar í ferðainneign. 200 manna útskriftarferð í voða En, þetta snýst þá meðal annars um rétt farþega til inneigna og hvernig þær inneignir eru tryggðar. Þar stendur hnífurinn í kúnni að sögn Breka. Jónínu þótti að vonum skelfileg tilhugsun að það ætti að fljúga með sig út til Tenerife í sóttkví. Um verulegar upphæðir er að ræða. Á borði þeirra hjá Neytendasamtökunum, sem þó eru ekki með nema brot þeirra mála sem um ræðir er þetta allt frá einni vikulangri ferð sem kostar kannski um 100 þúsund krónur á mann allt upp í 200 manna útskriftarferð þar sem 32 milljónir eru undir. „Og allt þar á milli. Þetta eru upphæðir sem skipta máli fyrir alla,“ segir Breki. Og hann heldur áfram: „Ætli við séum ekki með til umfjöllunar milli sex og sjö hundruð ferðir. Um er að ræða tvö til þrjú hundruð manns sem hafa haft samband. Við fáum þó ekki nema brot þeirra mála sem menn eru með undir þarna úti.“ Breki segir að koma verði í veg fyrir að farþegar sitji eftir með sárt ennið, eins og dæmi eru um, fari ferðaskrifstofa í gjaldþrot.visir/vilhelm Breki segir að eins og staðan sé nú hljóti að hrikta í rekstargrundvelli ferðaskrifstofa. Og að aðgerðir sem stjórnvöld grípi til megi ekki verða til þess að veikja varnir neytenda. Sá ráðherra sem er yfir ferðamálum sem og málefnum neytenda er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en að sögn Breka er það óheppilegt því það býður upp á hagsmunaárekstra. „Ferðaskrifstofur á Íslandi eru með tryggingasjóð þar sem hver og ein stofa tryggir bara sjálfa sig,“ segir Breki og bendir til útskýringar á frétt Vísis af því þegar Farvel fór í þrot í janúar. Þá sátu margir Íslendingar eftir með sárt ennið. Nauðsyn á að koma á heildrænum tryggingasjóði „Í Danmörku er um að ræða samtryggingarkerfi. Allar ferðaskrifstofur þar borga í eina púllíu. Þó ein og ein ferðaskrifstofa fari á hausinn nær tryggingakerfið að grípa allt ólíkt því sem er hér. Það sem Danir voru að gera voru að bæta 1,5 milljarði króna inn í þennan tryggingasjóð. Að sama skapi mun tryggingasjóðurinn þessi borga út þær endurgreiðslur sem neytendur krefjast frá ferðaskrifstofunum og þannig er komið til móts við báða aðila. Ferðaskrifstofur geta sótt í þann sjóð og réttur neytenda er tryggður. Danski tryggingasjóðurinn fær tíu ár til að greiða danska ríkinu til baka. Kerfi þar sem allir hagnast,“ segir Breki. Nú glóa allar línur hjá Neytendasamtökunum. Bara í tengslum við ferðir sem ýmist hafa verið greiddar að fullu eða staðfestingargjald hafa milli tvö og þrjú hundruð manns sett sig í samband við samtökin. Ætla má að það sé aðeins brot þeirra mála sem eru útistandandi.visir/vilhelm Hann telur að slíku kerfi verði að koma á hér, sem verndi bæði hagsmuni neytenda og svo ferðaskrifstofanna. En til þess skorti pólitískan vilja. Því til að slíkur geti orðið sjálfbær þurfi framlag úr ríkissjóði og ríkisábyrgð. Til að ýta slíkum tryggingasjóði úr vör. „Það tekur tíma að safna upp í slíkan sjóð og á meðan þyrfti að vera ríkisábyrgð á honum og það hefur stjórnvöldum ekki hugnast hingað til.“ Telur aðgerðir stjórnvalda ómarkvissar Breki telur aðgerðir stjórnvalda, eins og þær blasa við nú, heldur handahófskenndar, þá þær sem miða við að halda vonlitlum fyrirtækjum á floti. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra fer bæði með mál ferðaþjónustunnar sem og neytenda. Að mati Breka getur það kallað á hagsmunaárekstur.Vísir/vilhelm „Og vanmáttugar. Skýtur skökku við að á sama tíma og mun hugsanlega reyna á þessar varnir, tryggingarnar, þá er verið að lækka tryggingarskyldu ferðaskrifstofa. Það var gert í síðustu viku. Verið að draga úr vörnum neytenda þegar hugsanlega mun reyna á þær.“ Þá kvartar Breki undan því að upplýsingagjöf sé treg. Neytendasamtökin hafa gagnrýnd ferðamálayfirvöld fyrir það að vilja ekki upplýsa hvaða ferðskrifstofur hafi staðið í skilum með sínar tryggingar og hverjar ekki. Svo fólk geti tekið meðvitaðar ákvarðanir um við hverja sé traust að skipta. Um er að ræða nokkurn frumskóg. Útgefin leyfi til reksturs ferðaskrifstofa eru yfir hundrað en þar inni í eru leyfi til skrifstofa sem einungis eru með ferðir innanlands. Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
„Við höfum hvatt til að stjórnvöld geri meira en bara bjarga fyrirtækjum. Til að bjarga hagsmunum neytenda og fyrirtækja verður ríkið að koma inn í á svipaðan hátt og í Danmörku,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Á skrifstofu Neytendasamtakanna eru allar símalínur rauðglóandi. Fólk sem leitar upplýsinga um réttarstöðu sína gagnvart greiðslum sem það hefur innt af hendi vegna ferða sem verða sennilega aldrei farnar. Eða í það minnsta frestast þær von úr viti. Vísir greindi á dögunum frá máli Jónínu Símonardóttur sjúkraliða sem hafði keypt sér ferð til Tenerife. Síðan kemur upp sú staða að Spánn er skilgreint sem hááhættusvæði og þar er sett á útgöngubann. Jónínu þótti galið að Heimsferðir, ferðskrifstofan sem hún skipi við, ætluðu að halda sínu striki með ferðina. Og fljúga með sig í hálfgildings stofufangelsi eða í sóttkví. Heimsferðir brugðust við og breyttu ferð hennar í ferðainneign. 200 manna útskriftarferð í voða En, þetta snýst þá meðal annars um rétt farþega til inneigna og hvernig þær inneignir eru tryggðar. Þar stendur hnífurinn í kúnni að sögn Breka. Jónínu þótti að vonum skelfileg tilhugsun að það ætti að fljúga með sig út til Tenerife í sóttkví. Um verulegar upphæðir er að ræða. Á borði þeirra hjá Neytendasamtökunum, sem þó eru ekki með nema brot þeirra mála sem um ræðir er þetta allt frá einni vikulangri ferð sem kostar kannski um 100 þúsund krónur á mann allt upp í 200 manna útskriftarferð þar sem 32 milljónir eru undir. „Og allt þar á milli. Þetta eru upphæðir sem skipta máli fyrir alla,“ segir Breki. Og hann heldur áfram: „Ætli við séum ekki með til umfjöllunar milli sex og sjö hundruð ferðir. Um er að ræða tvö til þrjú hundruð manns sem hafa haft samband. Við fáum þó ekki nema brot þeirra mála sem menn eru með undir þarna úti.“ Breki segir að koma verði í veg fyrir að farþegar sitji eftir með sárt ennið, eins og dæmi eru um, fari ferðaskrifstofa í gjaldþrot.visir/vilhelm Breki segir að eins og staðan sé nú hljóti að hrikta í rekstargrundvelli ferðaskrifstofa. Og að aðgerðir sem stjórnvöld grípi til megi ekki verða til þess að veikja varnir neytenda. Sá ráðherra sem er yfir ferðamálum sem og málefnum neytenda er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir en að sögn Breka er það óheppilegt því það býður upp á hagsmunaárekstra. „Ferðaskrifstofur á Íslandi eru með tryggingasjóð þar sem hver og ein stofa tryggir bara sjálfa sig,“ segir Breki og bendir til útskýringar á frétt Vísis af því þegar Farvel fór í þrot í janúar. Þá sátu margir Íslendingar eftir með sárt ennið. Nauðsyn á að koma á heildrænum tryggingasjóði „Í Danmörku er um að ræða samtryggingarkerfi. Allar ferðaskrifstofur þar borga í eina púllíu. Þó ein og ein ferðaskrifstofa fari á hausinn nær tryggingakerfið að grípa allt ólíkt því sem er hér. Það sem Danir voru að gera voru að bæta 1,5 milljarði króna inn í þennan tryggingasjóð. Að sama skapi mun tryggingasjóðurinn þessi borga út þær endurgreiðslur sem neytendur krefjast frá ferðaskrifstofunum og þannig er komið til móts við báða aðila. Ferðaskrifstofur geta sótt í þann sjóð og réttur neytenda er tryggður. Danski tryggingasjóðurinn fær tíu ár til að greiða danska ríkinu til baka. Kerfi þar sem allir hagnast,“ segir Breki. Nú glóa allar línur hjá Neytendasamtökunum. Bara í tengslum við ferðir sem ýmist hafa verið greiddar að fullu eða staðfestingargjald hafa milli tvö og þrjú hundruð manns sett sig í samband við samtökin. Ætla má að það sé aðeins brot þeirra mála sem eru útistandandi.visir/vilhelm Hann telur að slíku kerfi verði að koma á hér, sem verndi bæði hagsmuni neytenda og svo ferðaskrifstofanna. En til þess skorti pólitískan vilja. Því til að slíkur geti orðið sjálfbær þurfi framlag úr ríkissjóði og ríkisábyrgð. Til að ýta slíkum tryggingasjóði úr vör. „Það tekur tíma að safna upp í slíkan sjóð og á meðan þyrfti að vera ríkisábyrgð á honum og það hefur stjórnvöldum ekki hugnast hingað til.“ Telur aðgerðir stjórnvalda ómarkvissar Breki telur aðgerðir stjórnvalda, eins og þær blasa við nú, heldur handahófskenndar, þá þær sem miða við að halda vonlitlum fyrirtækjum á floti. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra fer bæði með mál ferðaþjónustunnar sem og neytenda. Að mati Breka getur það kallað á hagsmunaárekstur.Vísir/vilhelm „Og vanmáttugar. Skýtur skökku við að á sama tíma og mun hugsanlega reyna á þessar varnir, tryggingarnar, þá er verið að lækka tryggingarskyldu ferðaskrifstofa. Það var gert í síðustu viku. Verið að draga úr vörnum neytenda þegar hugsanlega mun reyna á þær.“ Þá kvartar Breki undan því að upplýsingagjöf sé treg. Neytendasamtökin hafa gagnrýnd ferðamálayfirvöld fyrir það að vilja ekki upplýsa hvaða ferðskrifstofur hafi staðið í skilum með sínar tryggingar og hverjar ekki. Svo fólk geti tekið meðvitaðar ákvarðanir um við hverja sé traust að skipta. Um er að ræða nokkurn frumskóg. Útgefin leyfi til reksturs ferðaskrifstofa eru yfir hundrað en þar inni í eru leyfi til skrifstofa sem einungis eru með ferðir innanlands.
Neytendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira