„Líklegast hefur þú hækkað afsláttinn á kjötinu strax eftir leikinn til blaða- og fjölmiðlamanna“ Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2020 20:28 Garðar Örn er hættur að dæma líkt og Kristinn. Garðar Örn, betur þekktur sem Rauði Barónninn, tekur Kristinn af lífi í pistli sem hann birti á vefsíðu sinni í dag. Fyrrum knattspyrnudómarinn Garðar Örn Hinriksson er þekktur fyrir að láta sínar skoðanir í ljós. Hann fjallaði um leik FH og Stjörnunnar frá árinu 2014 á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir Kristinn Jakobsson, dómara leiksins. Leikurinn er einn frægasti leikur íslensku knattspyrnunnar en Stjarnan vann leikinn 2-1. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk leiksins en fyrra markið var klár rangstaða. Síðara markið skoraði hann úr vítaspyrnu sem FH-ingar voru ósáttir við og Stjarnan vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ítarlega var fjallað um leikinn í síðustu viku í þættinum Sportinu í kvöld. Þar mættu fyrirliðar liðanna, Davíð Þór Viðarsson og Veigar Páll Gunnarsson í settið, og gerðu upp leikinn í fyrsta sinn í sjónvarpi. Það varð upphafið að pistli Garðars þar sem hann fór yfir frammistöðu dómara leiksins, Kristins Jakobssonar. Í pistlinum er Garðar ansi gagnrýninn á störf Kristins Jakobssonar í leiknum og skýtur föstum skotum í átt að blaða- og fjölmiðlamönnum sem fjölluðu lítið um meint mistök Kristins að mati Garðars í leikslok. Hann skýtur einnig föstum skotum að Kristni en hann rekur fyrirtækið Kjöthúsið. Þennan rosalega pistil má lesa hér að neðan. Pistill Garðars í heild sinni: Einn frægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu fór fram í lokaumferð Íslandsmótsins í úrvalsdeild karla í lokaumferð keppnistímabilsins árið 2014. Þar áttust FH og Stjarnan við í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. FH nægði jafntefli en Stjarnan þurfti á sigri að halda. Dómari leiksins var Kristinn Jakobsson. Honum til aðstoðar voru Sigurður Óli Þórleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Ástæðan fyrir því að ég skrifa um þennan leik er vegna viðtals sem var tekið við dómara leiksins, Kristinn Jakobsson, á dögunum þar sem hann fer sáttur frá borði. Það er svo sem ekkert skrýtið þar sem það er ekkert sett út á hann eftir leikinn. Ótrúlegt en satt! Nema kannski af FH-ingum og mér. Ótrúlegt en satt segi ég vegna þess að hann kemst upp með tvö af þremur risa atvikum í leiknum. Atvik 1: Stjörnumenn komast yfir í leiknum undir lok seinni hálfleiks með marki Ólafs K. Finsen. Um var að ræða kolólöglegt mark en um rangstöðu var að ræða. Atvik 2: Kristinn rekur réttilega Veigar Pál Gunnarsson af velli með rautt spjald fyrir að slá mótherja. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta spjald en Kristinn tók ranga ákvörðun sem varð til þess að Veigar lét reka sig útaf. Atvik 3: Kristinn dæmir víti á FH á lokamínútum leiksins þar sem Stjörnumenn skora úr vítinu. En var um víti að ræða? Nei! Í rangstöðumarki Stjörnumanna klikkar Sigurður Óli illilega. Ólafur er langt fyrir innan vörn FH en rangstaðan fór framhjá honum. Skelfileg mistök og það veit Sigurður manna best. Sigurður, sem var frábær aðstoðardómari, gerði líklega sín stærstu mistök þarna á sínum knattspyrnudómaraferli og í versta leik sem hann gat hugsað sér að gera mistökin í – einum stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Ég get lofað þér lesandi góður að Sigurði hefur liðið skelfilega yfir þessu atviki og alveg örugglega átt erfitt með að sofna næstu nótt. Sérstaklega í ljósi þess að hann var gjörsamlega rifinn í tætlur af fjölmiðlamönnum og knattspyrnuáhugamönnum eftir leikinn og í raun er enn verið að rífa hann niður í dag, nokkrum árum síðar. Í viðtalinu sem var tekið við Kristinn á dögunum sagðist hann sjá eftir því að ekki hafi verið tekið eftir rangstöðunni. Ég held að þér þykir það ekkert leitt því rangstaðan bjargaði þér í rauninni frá öllu hinu. Ef Kristinn hefði gert rétt í atvikinu þar sem Veigar Páll var rekinn af velli hefði Veigar klárað leikinn. Kassim Doumbia brýtur illa á Veigari beint fyrir framan Kristinn sem gerir ekkert. Við það pirrast Veigar og slær leikmann FH sem lét hann heyra það. Brot Kassim verðskuldaði rautt spjald þegar hann fór illa aftan í Veigar. Þar gerði Kristinn risa mistök. Það er hinsvegar hvergi minnst á þetta. Enginn talar um þetta sem er eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Voru blaða- og fjölmiðlamenn svona ástfangnir af Kidda að þeir ákváðu að líta framhjá þessu atviki? Fengu þeir reglulega góðan afslátt af kjötinu hans Kidda að þeir ákváðu að líta framhjá þessu atviki? Sendir Kristinn þeim jólakort á hverju ári til að halda þeim góðum? Var einhver Kiddaklúbbur í gangi sem ég vissi ekki af þar sem blaða- og fjölmiðlamenn hittust og tilbáðu Kidda eins og um Guð væri að ræða? Ég skil þetta ekki. Ef þetta hefði verið ég hefði mér verið slátrað og úrbeinaður á staðnum! Svo í viðtali minnist Veigar hvergi á það að Kassim hefði átt að fjúka útaf. Samkvæmt Veigari var hann sjálfur í órétti, ekki Kassim. Ert þú Veigar líka á jólakortalista Kristins? Vítið sem Stjarnan fékk á lokamínútunum átti aldrei að standa. Ég skil það þó miðað við staðsetningu Kristins að hann skuli hafa dæmt það. Það í raun kemur ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum síðar að aldrei var um víti að ræða. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru með myndavél stúkumegin sem sýndi að greinilega var aldrei um vítaspyrnu að ræða. Samt sem áður ákváðu blaða- og fjölmiðlamenn ekki að gera neitt mál úr því. Kristinn segist samt standa við vítið og hefði VAR ekki hjálpað honum neitt því hann hefði alltaf fylgt sinni sannfæringu. Ertu að segja mér það að ef VAR hefði sýnt þér fram á það að ekki var um víti að ræða, hefðir þú hunsað það? Það er fáránlegt því það var svo greinilegt að ekki var um víti að ræða. Líklegast hefur þú hækkað afsláttinn á kjötinu strax eftir leikinn til blaða- og fjölmiðlamanna og því kom ekki minnsta prump frá þeim varðandi þetta. Eftir leikinn missti Kassim Doumbia haus og virtist ætla að ráðast á Kristinn eftir leikinn. Ég hef aldrei á ævinni orðið vitni af öðru eins hjá leikmanni eins og hjá Kassim í þessu tilfelli. Kassim var sár vegna þess að hann vissi að þetta var aldrei víti. Þetta hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá Kidda. Hversvegna var Kassim svona reiður? Hversvegna froðufelldi Kassim af reiði eftir leikinn? Það var hræðilegt að sjá Kassim sem lét eins og einhver hefði myrt einhvern náinn honum. Hvað gerist svo eftir leikinn? Sigurður er settur í tætarann og Kristinn sleppur. Það er hvergi minnst á mistök Kristins neinsstaðar…. Ekki nema vítið af FH-ingum sem voru kallaðir grenjuskjóður fyrir að kvarta yfir vítinu. FH-ingar áttu allan rétt á að kvarta yfir vítinu sem var bull og vitleysa. Ef það er einhver sekur eftir þennan leik er það Kristinn Jakobsson. Það má hinsvegar ekki minnast á það í viðkvæm eyru blaða- og fjölmiðlamanna sem sáu ekki sólina fyrir honum. Þannig var það allan hans feril. Það var aldrei minnst á hans mistök á meðan öðrum var slátrað. Sigurður átti þetta ekki skilið. Það sem hann á hinsvegar skilið er risastór afsökunarbeiðni frá blaða- og fjölmiðlamönnum þessa lands! Ég er með símanúmerið hjá honum ef ykkur vantar það! Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Fyrrum knattspyrnudómarinn Garðar Örn Hinriksson er þekktur fyrir að láta sínar skoðanir í ljós. Hann fjallaði um leik FH og Stjörnunnar frá árinu 2014 á vefsíðu sinni í dag þar sem hann gagnrýnir Kristinn Jakobsson, dómara leiksins. Leikurinn er einn frægasti leikur íslensku knattspyrnunnar en Stjarnan vann leikinn 2-1. Ólafur Karl Finsen skoraði bæði mörk leiksins en fyrra markið var klár rangstaða. Síðara markið skoraði hann úr vítaspyrnu sem FH-ingar voru ósáttir við og Stjarnan vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ítarlega var fjallað um leikinn í síðustu viku í þættinum Sportinu í kvöld. Þar mættu fyrirliðar liðanna, Davíð Þór Viðarsson og Veigar Páll Gunnarsson í settið, og gerðu upp leikinn í fyrsta sinn í sjónvarpi. Það varð upphafið að pistli Garðars þar sem hann fór yfir frammistöðu dómara leiksins, Kristins Jakobssonar. Í pistlinum er Garðar ansi gagnrýninn á störf Kristins Jakobssonar í leiknum og skýtur föstum skotum í átt að blaða- og fjölmiðlamönnum sem fjölluðu lítið um meint mistök Kristins að mati Garðars í leikslok. Hann skýtur einnig föstum skotum að Kristni en hann rekur fyrirtækið Kjöthúsið. Þennan rosalega pistil má lesa hér að neðan. Pistill Garðars í heild sinni: Einn frægasti leikur íslenskrar knattspyrnusögu fór fram í lokaumferð Íslandsmótsins í úrvalsdeild karla í lokaumferð keppnistímabilsins árið 2014. Þar áttust FH og Stjarnan við í hreinum úrslitaleik um hvort liðið myndi hampa Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu. FH nægði jafntefli en Stjarnan þurfti á sigri að halda. Dómari leiksins var Kristinn Jakobsson. Honum til aðstoðar voru Sigurður Óli Þórleifsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Ástæðan fyrir því að ég skrifa um þennan leik er vegna viðtals sem var tekið við dómara leiksins, Kristinn Jakobsson, á dögunum þar sem hann fer sáttur frá borði. Það er svo sem ekkert skrýtið þar sem það er ekkert sett út á hann eftir leikinn. Ótrúlegt en satt! Nema kannski af FH-ingum og mér. Ótrúlegt en satt segi ég vegna þess að hann kemst upp með tvö af þremur risa atvikum í leiknum. Atvik 1: Stjörnumenn komast yfir í leiknum undir lok seinni hálfleiks með marki Ólafs K. Finsen. Um var að ræða kolólöglegt mark en um rangstöðu var að ræða. Atvik 2: Kristinn rekur réttilega Veigar Pál Gunnarsson af velli með rautt spjald fyrir að slá mótherja. Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta spjald en Kristinn tók ranga ákvörðun sem varð til þess að Veigar lét reka sig útaf. Atvik 3: Kristinn dæmir víti á FH á lokamínútum leiksins þar sem Stjörnumenn skora úr vítinu. En var um víti að ræða? Nei! Í rangstöðumarki Stjörnumanna klikkar Sigurður Óli illilega. Ólafur er langt fyrir innan vörn FH en rangstaðan fór framhjá honum. Skelfileg mistök og það veit Sigurður manna best. Sigurður, sem var frábær aðstoðardómari, gerði líklega sín stærstu mistök þarna á sínum knattspyrnudómaraferli og í versta leik sem hann gat hugsað sér að gera mistökin í – einum stærsta leik íslenskrar knattspyrnusögu. Ég get lofað þér lesandi góður að Sigurði hefur liðið skelfilega yfir þessu atviki og alveg örugglega átt erfitt með að sofna næstu nótt. Sérstaklega í ljósi þess að hann var gjörsamlega rifinn í tætlur af fjölmiðlamönnum og knattspyrnuáhugamönnum eftir leikinn og í raun er enn verið að rífa hann niður í dag, nokkrum árum síðar. Í viðtalinu sem var tekið við Kristinn á dögunum sagðist hann sjá eftir því að ekki hafi verið tekið eftir rangstöðunni. Ég held að þér þykir það ekkert leitt því rangstaðan bjargaði þér í rauninni frá öllu hinu. Ef Kristinn hefði gert rétt í atvikinu þar sem Veigar Páll var rekinn af velli hefði Veigar klárað leikinn. Kassim Doumbia brýtur illa á Veigari beint fyrir framan Kristinn sem gerir ekkert. Við það pirrast Veigar og slær leikmann FH sem lét hann heyra það. Brot Kassim verðskuldaði rautt spjald þegar hann fór illa aftan í Veigar. Þar gerði Kristinn risa mistök. Það er hinsvegar hvergi minnst á þetta. Enginn talar um þetta sem er eitthvað sem ég hef aldrei skilið. Voru blaða- og fjölmiðlamenn svona ástfangnir af Kidda að þeir ákváðu að líta framhjá þessu atviki? Fengu þeir reglulega góðan afslátt af kjötinu hans Kidda að þeir ákváðu að líta framhjá þessu atviki? Sendir Kristinn þeim jólakort á hverju ári til að halda þeim góðum? Var einhver Kiddaklúbbur í gangi sem ég vissi ekki af þar sem blaða- og fjölmiðlamenn hittust og tilbáðu Kidda eins og um Guð væri að ræða? Ég skil þetta ekki. Ef þetta hefði verið ég hefði mér verið slátrað og úrbeinaður á staðnum! Svo í viðtali minnist Veigar hvergi á það að Kassim hefði átt að fjúka útaf. Samkvæmt Veigari var hann sjálfur í órétti, ekki Kassim. Ert þú Veigar líka á jólakortalista Kristins? Vítið sem Stjarnan fékk á lokamínútunum átti aldrei að standa. Ég skil það þó miðað við staðsetningu Kristins að hann skuli hafa dæmt það. Það í raun kemur ekki í ljós fyrr en nokkrum dögum síðar að aldrei var um víti að ræða. Stuðningsmenn Stjörnunnar voru með myndavél stúkumegin sem sýndi að greinilega var aldrei um vítaspyrnu að ræða. Samt sem áður ákváðu blaða- og fjölmiðlamenn ekki að gera neitt mál úr því. Kristinn segist samt standa við vítið og hefði VAR ekki hjálpað honum neitt því hann hefði alltaf fylgt sinni sannfæringu. Ertu að segja mér það að ef VAR hefði sýnt þér fram á það að ekki var um víti að ræða, hefðir þú hunsað það? Það er fáránlegt því það var svo greinilegt að ekki var um víti að ræða. Líklegast hefur þú hækkað afsláttinn á kjötinu strax eftir leikinn til blaða- og fjölmiðlamanna og því kom ekki minnsta prump frá þeim varðandi þetta. Eftir leikinn missti Kassim Doumbia haus og virtist ætla að ráðast á Kristinn eftir leikinn. Ég hef aldrei á ævinni orðið vitni af öðru eins hjá leikmanni eins og hjá Kassim í þessu tilfelli. Kassim var sár vegna þess að hann vissi að þetta var aldrei víti. Þetta hefði átt að kveikja á einhverjum ljósum hjá Kidda. Hversvegna var Kassim svona reiður? Hversvegna froðufelldi Kassim af reiði eftir leikinn? Það var hræðilegt að sjá Kassim sem lét eins og einhver hefði myrt einhvern náinn honum. Hvað gerist svo eftir leikinn? Sigurður er settur í tætarann og Kristinn sleppur. Það er hvergi minnst á mistök Kristins neinsstaðar…. Ekki nema vítið af FH-ingum sem voru kallaðir grenjuskjóður fyrir að kvarta yfir vítinu. FH-ingar áttu allan rétt á að kvarta yfir vítinu sem var bull og vitleysa. Ef það er einhver sekur eftir þennan leik er það Kristinn Jakobsson. Það má hinsvegar ekki minnast á það í viðkvæm eyru blaða- og fjölmiðlamanna sem sáu ekki sólina fyrir honum. Þannig var það allan hans feril. Það var aldrei minnst á hans mistök á meðan öðrum var slátrað. Sigurður átti þetta ekki skilið. Það sem hann á hinsvegar skilið er risastór afsökunarbeiðni frá blaða- og fjölmiðlamönnum þessa lands! Ég er með símanúmerið hjá honum ef ykkur vantar það!
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira