„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 07:56 Johnson er nú í einangrun eftir að hafa greinst með COVID-19. Vísir/Getty Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að kórónuveirufaraldurinn í landinu eigi eftir að versna áður en hann tekur að ganga niður. Þetta kemur fram í bréfi sem forsætisráðherrann sendi á öll heimili í Bretlandi. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, segir einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. PM @BorisJohnson is writing to every UK household to urge them to stay at home, protect the NHS and save lives. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/GMNPqEl10d— UK Prime Minister (@10DowningStreet) March 28, 2020 Í síðustu viku tóku gildi reglur sem bönnuðu samkomur fleiri en tveggja á almannafæri, auk þess sem verslunum sem selja vörur sem teljast ónauðsynlegar var lokað. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ segir Johnson meðal annars í bréfinu. „Það er mikilvægt að ég sé hreinskilinn við ykkur – við vitum að hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri. En við stöndum rétt að undirbúningi, og því meira sem við fylgjum öll reglunum, því færri líf munu tapast og því fyrr getur lífið aftur snúið í eðlilegt horf.“ Sérfræðingar í Bretlandi telja að staðfestum tilfellum COVID-19 og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins muni halda áfram að fjölga á næstu tveimur til þremur vikum, áður en áhrifa félagslegrar fjarlægðar (e. social distancing) og annarra ráðstafana muni bera ávöxt.“ Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir að kórónuveirufaraldurinn í landinu eigi eftir að versna áður en hann tekur að ganga niður. Þetta kemur fram í bréfi sem forsætisráðherrann sendi á öll heimili í Bretlandi. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, segir einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. PM @BorisJohnson is writing to every UK household to urge them to stay at home, protect the NHS and save lives. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/GMNPqEl10d— UK Prime Minister (@10DowningStreet) March 28, 2020 Í síðustu viku tóku gildi reglur sem bönnuðu samkomur fleiri en tveggja á almannafæri, auk þess sem verslunum sem selja vörur sem teljast ónauðsynlegar var lokað. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ segir Johnson meðal annars í bréfinu. „Það er mikilvægt að ég sé hreinskilinn við ykkur – við vitum að hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri. En við stöndum rétt að undirbúningi, og því meira sem við fylgjum öll reglunum, því færri líf munu tapast og því fyrr getur lífið aftur snúið í eðlilegt horf.“ Sérfræðingar í Bretlandi telja að staðfestum tilfellum COVID-19 og dauðsföllum af völdum sjúkdómsins muni halda áfram að fjölga á næstu tveimur til þremur vikum, áður en áhrifa félagslegrar fjarlægðar (e. social distancing) og annarra ráðstafana muni bera ávöxt.“
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira