Fleiri lýsa yfir vantrausti á framkvæmdastjórn SÁÁ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 09:16 Sjúkrahúsið Vogur. Vísir/Vilhelm Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. Framkvæmdastjórn SÁÁ tók í síðustu viku ákvörðun um að víkja úr starfi átta starfsmönnum stofnunarinnar, sjö sálfræðingum og einum lýðheilsufræðingi. Einn sálfræðinganna sem sagt var upp var yfirsálfræðingur hjá stofnuninni. Áður höfðu sextíu starfsmenn meðferðarsviðs gefið út vantraustsyfirlýsingu vegna uppsagnanna. Í tilkynningunni segir einnig að miðað við þau rök sem að baki brottrekstrinum stóðu sé óljóst hvort tveimur sálfræðingum til viðbótar kunni einnig að verða sagt upp þegar þeir snúa aftur úr fæðingarorlofi. Komi einnig til uppsagna þeirra verður aðeins einn sálfræðingur eftir hjá SÁÁ. „Hlutverk þessara starfsmanna hefur verið að sinna uppbyggingu og framþróun meðferðarstarfs auk fræðslu fyrir starfsmenn. Þá hafa þeir sérstaklega haldið utan um nám og handleiðslu áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Jafnframt hefur hluti þessara starfsmanna einnig sinnt sálfræðiþjónustu barna fólks með fíknsjúkdóm,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Þrír segja sig úr framkvæmdasjtórn SÁÁ Þar kemur einnig fram að um hundrað börn séu nú á biðlista eftir því að komast í slíka þjónustu en biðin er minnst átta mánuðir. Hætt er við því að sá tími muni margfaldast í náinni framtíð. Því sé með öllu óljóst hvort forsendur verði til staðar til að halda áfram slíkri þjónustu. „Meðferð við fíknsjúkdóm byggist meðal annars á sálfræðilegum kenningum og er það undarlegt í því ljósi að framkvæmdastjórn stofnunarinnar vilji ekki hafa sálfræðinga í framlínu og þverfaglegu meðferðarteymi innan stofnunarinnar. Eins og kemur fram í 2. grein laga SÁÁ: Kappkosta skal að því að á Sjúkrahúsi SÁÁ starfi fagfólk úr ýmsum greinum heilbrigðisþjónustunnar og veita heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. Við sjáum ekki hvernig ofangreindar uppsagnir samrýmast þessum markmiðum. Ennfremur vekur það mikla furðu að uppsagnirnar hafi ekki verið bornar undir meðferðarsvið SÁÁ, s.s. yfirlækni.“ Þá segir að skynja megi þá kröfu í samfélaginu að þverfagleg teymi séu í fararbroddi þegar kemur að því að sinna geðheilbrigði og heilsufarsvandamálum fólks. Fíknsjúkdómurinn sé flókinn vandi sem þarfnist þverfaglegs teymis og því sé ekki forsvaranlegt af hálfu framkvæmdastjórnar SÁÁ að „útiloka nær heila starfstétt hjá stofnuninni.“ Þá muni sérfræðiþekking og reynsla tapast frá stofnuninni með ráðstöfun sem þessari. Auk þess sé sálfræðiþjónusta á tímum sem þessum, þegar heimsfaraldur geisar, gríðarlega mikilvæg. Sjá einnig: Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum „Vegna þessa teljum við að með ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ að segja upp nær heillri starfstétt sálfræðinga og öðru fagfólki séu hagsmunir sjúklinga og aðstandenda þeirra ekki hafðir að leiðarljósi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar, sjúklingum hennar og aðstandendum. Þá viljum við fá nánari skýringar á þessari ákvörðun framkvæmdastjórnar og vonumst til þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð,“ segir að lokum. Undir yfirlýsinguna skrifa Dr. Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur, Júlía Guðrún Aspelund lýðheilsufræðingur, Katrín Ella Jónsdóttir sálfræðingur, Páll Heiðar Jónsson sálfræðingur, Sigurrós Friðriksdóttir sálfræðingur, Silja Jónsdóttir sálfræðingur og Þóra Björk Ingólfsdóttir sálfræðingur. Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa lýsir einnig yfir vantrausti FÁR, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, sendi einnig frá sér tilkynningu í gær, þar sem harmað var að gripið hefði verið til umræddra uppsagna. „Með þessum uppsögnum er heil fagstétt nánast þurrkuð út úr því þverfaglega teymi, sem stendur að meðferð fólks með fíknsjúkdóm og sér að öllu leyti um sálfræðiþjónustu fyrir börn þeirra sem glíma við áfengis og/eða vímuefnavanda,“ segir í tilkynningu frá FÁR. FÁR mótmælir einnig uppsögn þriggja elstu ráðgjafa SÁÁ, sem félagið segir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Faglegt jafnt og fjárhagslegt tap við brotthvarf þessa fólks sé augljóst. Þá er bent á að lækkun starfshlutfalls allra starfandi áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ um 20 prósent vegna COVID-19 faraldursins, muni bitna á fólki sem er í áhættuhópi fyrir veirunni, það er fólki með fíknsjúkdóma. Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Sjö sálfræðingar og einn lýðheilsufræðingur hjá SÁÁ hafa lýst yfir vantrausti á framkvæmdastjórn stofnunarinnar, og lýst áhyggjum af framtíð hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var út í gær. Framkvæmdastjórn SÁÁ tók í síðustu viku ákvörðun um að víkja úr starfi átta starfsmönnum stofnunarinnar, sjö sálfræðingum og einum lýðheilsufræðingi. Einn sálfræðinganna sem sagt var upp var yfirsálfræðingur hjá stofnuninni. Áður höfðu sextíu starfsmenn meðferðarsviðs gefið út vantraustsyfirlýsingu vegna uppsagnanna. Í tilkynningunni segir einnig að miðað við þau rök sem að baki brottrekstrinum stóðu sé óljóst hvort tveimur sálfræðingum til viðbótar kunni einnig að verða sagt upp þegar þeir snúa aftur úr fæðingarorlofi. Komi einnig til uppsagna þeirra verður aðeins einn sálfræðingur eftir hjá SÁÁ. „Hlutverk þessara starfsmanna hefur verið að sinna uppbyggingu og framþróun meðferðarstarfs auk fræðslu fyrir starfsmenn. Þá hafa þeir sérstaklega haldið utan um nám og handleiðslu áfengis- og vímuefnaráðgjafa. Jafnframt hefur hluti þessara starfsmanna einnig sinnt sálfræðiþjónustu barna fólks með fíknsjúkdóm,“ segir í tilkynningunni. Sjá einnig: Þrír segja sig úr framkvæmdasjtórn SÁÁ Þar kemur einnig fram að um hundrað börn séu nú á biðlista eftir því að komast í slíka þjónustu en biðin er minnst átta mánuðir. Hætt er við því að sá tími muni margfaldast í náinni framtíð. Því sé með öllu óljóst hvort forsendur verði til staðar til að halda áfram slíkri þjónustu. „Meðferð við fíknsjúkdóm byggist meðal annars á sálfræðilegum kenningum og er það undarlegt í því ljósi að framkvæmdastjórn stofnunarinnar vilji ekki hafa sálfræðinga í framlínu og þverfaglegu meðferðarteymi innan stofnunarinnar. Eins og kemur fram í 2. grein laga SÁÁ: Kappkosta skal að því að á Sjúkrahúsi SÁÁ starfi fagfólk úr ýmsum greinum heilbrigðisþjónustunnar og veita heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki. Við sjáum ekki hvernig ofangreindar uppsagnir samrýmast þessum markmiðum. Ennfremur vekur það mikla furðu að uppsagnirnar hafi ekki verið bornar undir meðferðarsvið SÁÁ, s.s. yfirlækni.“ Þá segir að skynja megi þá kröfu í samfélaginu að þverfagleg teymi séu í fararbroddi þegar kemur að því að sinna geðheilbrigði og heilsufarsvandamálum fólks. Fíknsjúkdómurinn sé flókinn vandi sem þarfnist þverfaglegs teymis og því sé ekki forsvaranlegt af hálfu framkvæmdastjórnar SÁÁ að „útiloka nær heila starfstétt hjá stofnuninni.“ Þá muni sérfræðiþekking og reynsla tapast frá stofnuninni með ráðstöfun sem þessari. Auk þess sé sálfræðiþjónusta á tímum sem þessum, þegar heimsfaraldur geisar, gríðarlega mikilvæg. Sjá einnig: Yfirlæknir á Vogi lætur skyndilega af störfum „Vegna þessa teljum við að með ákvörðun framkvæmdastjórnar SÁÁ að segja upp nær heillri starfstétt sálfræðinga og öðru fagfólki séu hagsmunir sjúklinga og aðstandenda þeirra ekki hafðir að leiðarljósi. Við höfum miklar áhyggjur af framtíð stofnunarinnar, sjúklingum hennar og aðstandendum. Þá viljum við fá nánari skýringar á þessari ákvörðun framkvæmdastjórnar og vonumst til þess að þessi ákvörðun verði endurskoðuð,“ segir að lokum. Undir yfirlýsinguna skrifa Dr. Ingunn Hansdóttir yfirsálfræðingur, Júlía Guðrún Aspelund lýðheilsufræðingur, Katrín Ella Jónsdóttir sálfræðingur, Páll Heiðar Jónsson sálfræðingur, Sigurrós Friðriksdóttir sálfræðingur, Silja Jónsdóttir sálfræðingur og Þóra Björk Ingólfsdóttir sálfræðingur. Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa lýsir einnig yfir vantrausti FÁR, Félag áfengis- og vímuefnaráðgjafa, sendi einnig frá sér tilkynningu í gær, þar sem harmað var að gripið hefði verið til umræddra uppsagna. „Með þessum uppsögnum er heil fagstétt nánast þurrkuð út úr því þverfaglega teymi, sem stendur að meðferð fólks með fíknsjúkdóm og sér að öllu leyti um sálfræðiþjónustu fyrir börn þeirra sem glíma við áfengis og/eða vímuefnavanda,“ segir í tilkynningu frá FÁR. FÁR mótmælir einnig uppsögn þriggja elstu ráðgjafa SÁÁ, sem félagið segir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Faglegt jafnt og fjárhagslegt tap við brotthvarf þessa fólks sé augljóst. Þá er bent á að lækkun starfshlutfalls allra starfandi áfengis- og vímuefnaráðgjafa hjá SÁÁ um 20 prósent vegna COVID-19 faraldursins, muni bitna á fólki sem er í áhættuhópi fyrir veirunni, það er fólki með fíknsjúkdóma.
Fíkn Heilbrigðismál Ólga innan SÁÁ Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira