Segir Bretum að búa sig undir að aðgerðir vari í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 29. mars 2020 17:37 Dr. Jenny Harries. Vísir/Getty Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Dr. Jenny Harries, yfirmaður heilsuverndarstofnunar Bretlands, segir Breta mega búast við því að einhverjar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði í gildi næstu sex mánuði. Það þýði þó ekki að útgöngubann muni vara svo lengi. Þetta kom fram í máli Harries á daglegum upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar í Bretlandi vegna kórónuveirufaraldursins sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Þar minnti hún almenning á að það væri mikilvægt að sýna ábyrgð og fylgja fyrirmælum yfirvalda til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Fjöldi tilfella í Bretlandi er kominn í 19.763 og eru staðfest dauðsföll orðin 1.228 Harries sagði ríkisstjórnina endurskoða útgöngubannið eftir þrjár vikur. Það væri þó ekki hægt að búast við því að almenningur gæti skyndilega farið að haga lífi sínu líkt og áður heldur þyrfti slíkt að vera gert í skrefum. „Við munum ekki þá snúa aftur í okkar hefðbundna lífstíl. Það væri frekar hættulegt,“ sagði Harries og bætti við að með því myndi árangur aðgerðanna mögulega þurrkast út og landið gæti séð fram á annan hápunkt í faraldrinum. Ekki séð svona ástand á friðartímum Robert Jenrick húsnæðismálaráðherra sagði landið vera á neyðaráætlun sem væri óþekkt á friðartímum. Hann segir þær aðgerðir sem ráðist hafi verið í til þess að útvega starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar búnaði til þess að takast á við veiruna vera gífurlega umfangsmiklar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt síðan í seinni heimstyrjiöld.“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í bréfi sem sent var á öll heimili landsins að kórónuveirufaraldurinn í landinu ætti eftir að versna áður en hann færi að ganga niður. Johnson, sem nú er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19, sagði einnig í bréfinu að strangari aðgerðir en þær sem þegar hefur verið gripið til vegna faraldursins gætu verið á næsta leiti. „Frá byrjun höfum við reynt að grípa til réttra aðgerða á réttum tíma. Við munum ekki hika við að ganga lengra, ef það er það sem vísindaleg gögn og læknisfræðileg ráðgjöf bendir til að við þurfum að gera,“ sagði Johnson meðal annars. Þá munu Bretar á næstunni fá leiðbeiningar um þær reglur sem gilda vegna faraldursins inn um lúguna hjá sér á næstu dögum. Bréfið var sent í kjölfar mikillar gagnrýni á stjórnvöld í landinu vegna skorts á leiðbeiningum og skýrleika varðandi reglur tengdar kórónuveirunni.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56 Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
„Hlutirnir verða verri áður en þeir verða betri“ Boris Johnson hefur sent bréf á öll heimili Bretlands, þar sem hann fjallar um kórónuveirufaraldurinn og þá tíma sem fram undan eru í landinu. 29. mars 2020 07:56
Boris veikur af Covid-19 og fer í einangrun Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti rétt í þessu að hann hefði fengið jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Hann sagði í myndskeiði á Twitter að hann hefði fengið mild einkenni Covid-19 sjúkdómsins á síðasta sólarhring. 27. mars 2020 11:31