Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2020 18:23 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar. Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Stéttarfélaginu Eflingu hafa borist ábendingar um að starfsfólk fyrirtækja sem sett hefur verið á hlutabætur vegna skerts starfshlutfalls sé enn látið vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið en þiggi þó vinnu starfsmanna sinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. ASÍ mun óska eftir ábendingum um svik af þessu tagi. Í tilkynningu Eflingar er háttsemi sem þessi kölluð „gróf misnotkun á almannafé“ og hún sögð ganga þvert á markmið hlutabótaleiðréttingar. Bæturnar séu aðgerð yfirvalda vegna yfirstandandi faraldurs kórónuveiru. Fyrirtæki, sem orðið hafi að draga saman segl sín vegna faraldursins, geti með bótunum haldið ráðningarsambandi við fólk sem ekki hefur verkefni. Aðgerðin sé þannig ekki hugsuð sem niðurgreiðsla á launakostnaði við starfsmenn sem geti unnið, og færi þannig fyrirtækinu arð. „Sumir atvinnurekendur ætla greinilega að notfæra sér þann harmleik sem þessi faraldur er til að ríkisvæða kostnaðinn en halda tekjunum. Þetta er geysilega ósvífið gagnvart atvinnuleysistryggingasjóði, og kaldranaleg eigingirni á hættutímum,“ er haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningunni. Þá segir Sólveig einnig að spjótum hafi oft verið beint að fátæku fólki sem sakað sé um að svindla á bótakerfum. Nú séu hins vegar dæmi um það að vellauðug fyrirtæki, sem greitt hafi sér milljarða króna í arð, séu að nýta sér neyðarúrræði ríkisins. Það sé eitthvað sem stjórnvöld verði að koma í veg fyrir. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Forseti ASÍ vonar að um misskilning sé að ræða Í samtali við Vísi segir Sólveig að málið sé litið afar alvarlegum augum innan Eflingar. Félagið sé ekki það eina sem hefur fengið verður af þessu framferði fyrirtækjaeigenda og segir hún að um sé að ræða töluverðan fjölda tilkynninga. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í samtali við fréttastofu að ASÍ muni fyrst um sinn kalla eftir því að fólk láti vita af háttsemi eins og þeirri sem lýst er í tilkynningu Eflingar. Hún segist vona að um misskilning sé að ræða, og vonast til að hægt verði að uppræta hann. „Í lögunum kemur mjög skýrt fram, að þá sem eru í 25 prósent starfshlutfalli er ekki hægt að krefja um meiri vinnu. Við höfum fengið nokkrar ábendingar í dag um að það sé einmitt raunin. Við munum óska eftir að ábendingum verði komið til okkar hratt og örugglega þannig að stéttarfélögin geti brugðist við því.“ Tuttugu þúsund sótt um skert starfshlutfall Um 20 þúsund manns hafa sótt um bætur vegna skerts starfshlutfalls sökum heimsfaraldursins. Yfir 50 prósent þeirra eru í 25 prósent starfi. Umsóknir um skert starfshlutfall eru enn að berast Vinnumálastofnun í stórum stíl, flestar frá fólki innan ferðaþjónustunnar. Þetta hefur RÚV eftir Unni Sverrisdóttur, forstjóra stofnunarinnar.
Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Efnahagsmál Hlutabótaleiðin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira