Heimilisköttur í Belgíu greindur með kórónuveiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 17:09 COVID-19 greindist í heimilisketti í Belgíu. Getty/Frank Rumpenhorst „Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“ Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20