Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:00 Í leit að hvölum. Garpur Elísabetarson ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ég ferðaðist eftir þjóðveginum í vesturátt. Stuðmenn ómuðu í útvarpinu og bílstjórinn söng hástöfum með. Fyrsti áfangastaður var Dettifoss. Foss allra fossa. Foss sem er sá kröftugasti í Evrópu. Ég var búinn að bíða spenntur eftir að hitta hann á ný. En þegar ég beygði inn veginn að fossinum þá tók á móti mér erfið sjón. Vegurinn að fossinum var ófær og þar af leiðandi lokaður. Þó svo að það hafi verið svekkjandi, þá kveikti ég bara í Stuðmönnum á ný og hækkaði róminn. Klippa: Dagur 6 og 7 - Ferðalangur í eigin landi Ég kom svo að Mývatni. Ég rúntaði hringinn í kring og stoppaði á nokkrum stöðum í kringum fallegt vatnið. Þó vindurinn blési, þá skein sólin og fjalladýrðin í kringum vatnið naut sýn vel. Ég stoppaði svo við Goðafoss. Hann beið þar, einn og yfirgefinn. Eins og venjulega var enginn á fossinum. Ég stóð þar um stund og við áttum einlægt samtal áður en ég skildi hann eftir með sjálfum sér í þungum þönkum. GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonEinmannalegt við GoðafossVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Leið mín lá til Húsavíkur þar sem ég ætlaði að reyna sjá hval. Það var eiginlega ekki í boði að reyna allavega ekki og því hafði ég samband við vini mína Heimi og Hörð, fallegustu feðga í norðrinu og eigendur Norður Siglingar. og þó víðar væri leitað. Vísir/Garpur Elísabetarson Þeir buðu mér um borð og við sigldum af stað. Hvalirnir eru greinilega í dvala eins og erlendu ferðamennirnir en úr varð yndisleg sigling í sólinni. Bjössi Sör frá Húsavík.Vísir/Garpur Elísabetarson Ég keyrði svo til Akureyrar þar sem bærinn tók á móti mér í kyrrð og ró í sólsetri. Þær tvær nætur sem ég gisti í höfuðborg norðursins eyddi ég hjá Hotel Kea, með fallegu útsýni yfir sjóinn. Vísir/Garpur Elísabetarson Því næst liggur leið mín áfram vestur, og leyfi ég tómum þjóðveginum bara að teyma mig áfram í leit að næsta áfangastað.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00