Arnar hélt hann væri hættur í þjálfun en Pepsi-mörkin kveiktu áhugann á ný Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 12:15 Arnar Gunnlaugsson gerði Víking að bikarmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. vísir/daníel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, hélt að hann myndi ekki snúa aftur í þjálfun eftir að hann hætti hjá ÍA um mitt sumar 2009. Hann segist hafa fengið smá leið á fótbolta en þátttaka í Pepsi-mörkunum sumarið 2016 hafi kveikt áhugann á ný. Arnar tók við ÍA, ásamt Bjarka tvíburabróður sínum, í annað sinn um mitt tímabil 2008. Þeim tókst ekki að bjarga Skagamönnum frá falli og þeir hættu svo á miðju tímabili 2009. „Ég var hálf partinn kominn með leið á fótbolta. Eftir samtöl við aðra leikmenn lenda þeir oft í því sama. Þeir verða þreyttir á fótbolta í 2-3 ár en leikurinn kallar alltaf aftur á þig,“ sagði Arnar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. „Ég var í Pepsi-mörkunum þetta sumar, 2016, og þá kynnistu leiknum upp á nýtt. Þú færð tilfinningu fyrir leiknum og langar að koma til baka. Svo hringdi Bjarni Guðjónsson, þáverandi þjálfari KR, í mig og bað mig um að gerast aðstoðarþjálfari. Ég stökk á það. Ég var svo feginn og þakklátur.“ Samstarf Arnars og Bjarna var stutt en hann hélt áfram sem aðstoðarþjálfari KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við liðinu. „Hann vildi hafa mig áfram sem var frábært. Ég lærði hrikalega mikið af honum. Og þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði á þjálfaranámskeiðunum og þá er þetta mitt líf og verður mitt líf það sem eftir er.“ Fyrir tímabilið 2018 færði Arnar sig yfir til Víkings og gerðist aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Hann tók svo við Víkingi fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Arnar hélt hann myndi ekki þjálfa aftur Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn 20. apríl 2020 10:30 „Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30 „Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45 Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00 „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari bikarmeistara Víkings, hélt að hann myndi ekki snúa aftur í þjálfun eftir að hann hætti hjá ÍA um mitt sumar 2009. Hann segist hafa fengið smá leið á fótbolta en þátttaka í Pepsi-mörkunum sumarið 2016 hafi kveikt áhugann á ný. Arnar tók við ÍA, ásamt Bjarka tvíburabróður sínum, í annað sinn um mitt tímabil 2008. Þeim tókst ekki að bjarga Skagamönnum frá falli og þeir hættu svo á miðju tímabili 2009. „Ég var hálf partinn kominn með leið á fótbolta. Eftir samtöl við aðra leikmenn lenda þeir oft í því sama. Þeir verða þreyttir á fótbolta í 2-3 ár en leikurinn kallar alltaf aftur á þig,“ sagði Arnar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. „Ég var í Pepsi-mörkunum þetta sumar, 2016, og þá kynnistu leiknum upp á nýtt. Þú færð tilfinningu fyrir leiknum og langar að koma til baka. Svo hringdi Bjarni Guðjónsson, þáverandi þjálfari KR, í mig og bað mig um að gerast aðstoðarþjálfari. Ég stökk á það. Ég var svo feginn og þakklátur.“ Samstarf Arnars og Bjarna var stutt en hann hélt áfram sem aðstoðarþjálfari KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við liðinu. „Hann vildi hafa mig áfram sem var frábært. Ég lærði hrikalega mikið af honum. Og þá var ekki aftur snúið. Ég byrjaði á þjálfaranámskeiðunum og þá er þetta mitt líf og verður mitt líf það sem eftir er.“ Fyrir tímabilið 2018 færði Arnar sig yfir til Víkings og gerðist aðstoðarmaður Loga Ólafssonar. Hann tók svo við Víkingi fyrir síðasta tímabil og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Það var fyrsti stóri titill Víkinga í 28 ár. Innslagið úr Sportinu í kvöld má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í dag - Arnar hélt hann myndi ekki þjálfa aftur Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-mörkin Sportið í kvöld Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Segir Víking vera með nægilega gott lið til þess að berjast um titilinn 20. apríl 2020 10:30 „Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30 „Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45 Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00 „Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00 Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00 Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30 „Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
„Bjarki spilaði kolvitlausa stöðu fyrstu tíu árin sem leikmaður“ Arnar Gunnlaugsson segir að tvíburabróðir sinn Bjarki Gunnlaugsson hafi spilað kolvitlausa stöðu fyrstu tíu til tólf árin í meistaraflokki. Hann hafi þá spilað í fremstu víglínu en hefði, að mati Arnars, átt að vera á miðsvæðinu. 20. apríl 2020 08:30
„Guðjón var gríðarlega langt á undan sinni samtíð“ Arnar Gunnlaugsson er einn hæfileikaríkasti leikmaður sem Guðjón Þórðarson hefur þjálfað og Arnar, sem sjálfur er orðinn þjálfari í dag, hrósar sínum gamla lærimeistara í hástert. 18. apríl 2020 10:45
Kári hjálpaði mjög mikið úr stúkunni í bikarúrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R. í fótbolta, fór ítarlega yfir bikarúrslitaleikinn við FH í fyrra þegar hann ræddi við Rikka G í Sportinu í kvöld. Kári Árnason hafði sín áhrif í sigri Víkinga þrátt fyrir að spila ekki. 17. apríl 2020 20:00
„Zoran myndi tækla ömmu sína í leik og ekki spyrja hana hvernig henni liði eftir tæklinguna“ 17. apríl 2020 17:00
Þekkti ekki tvíburana í sundur sem varð Arnari til happs Arnar Gunnlaugsson segir að eftirminnilegasti leikur sinn sé fyrsti leikurinn með ÍA. Hann lék sinn fyrsta leik með Skagaliðinu gegn Keflavík árið 1989, einungis sextán ára gamall, en aðdragandinn var ansi áhugaverður. 17. apríl 2020 13:00
Myndi kaupa Óskar Örn og Brynjólf ef hann fengi að kaupa tvo leikmenn úr Pepsi Max-deildinni Arnar Gunnlaugsson myndi kaupa Óskar Örn Hauksson og Brynjólf Andersen Willumsson til Víkings ef hann fengi poka fullan af peningum til leikmannakaupa. Þetta kom fram í þættinum Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. 17. apríl 2020 11:30
„Blessunarlega voru ekki Instagram og samfélagsmiðlar á þessum tíma“ Arnar Gunnlaugsson segir að hann og tvíburabróðir Bjarki Gunnlaugsson hafi notið góðs af því að engir samfélagsmiðlar hafi verið þegar þeir bræðurnir voru að alast upp. Þeir hafi verið barnastjörnur og hafi fengið að æfa í friði. 17. apríl 2020 09:30