Lágmarka áhrifin með auknum heimildum til rafrænnar stjórnsýslu Sylvía Hall skrifar 20. apríl 2020 12:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir frumvarpið miða að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við vandamálum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Flestar tillögurnar miða að því að liðka fyrir í stjórnsýslunni og heimila rafrænar lausnir í þeim efnum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að fyrirmæli um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Því sé nauðsynlegt að lágmarka áhrifin á meðan ástandið er og sjá til þess að stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Breytingarnar snúa meðal annars að starfsemi dómstóla, sýslumanna og annarra stjórnvalda og auka heimildir til notkunar á fjarfundabúnaði og rafrænni málsmeðferð. Breytingarnar gilda til 1. október næstkomandi. Á meðal breytinganna sem lagðar eru til er að lögreglu sé heimilt að ákveða að skýrslugjöf sakbornings og lykilvitna skuli fara fram í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd. Þá getur dómari ákveðið að aðalmeðferð og önnur þinghöld fari fram í gegnum fjarfundabúnað, „enda verði þinghaldi háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fara fram“. Tillögurnar flestar á málefnasviðum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið og eru lagðar til breytingar á lagagreinum í tólf lagabálkum. Líkt og fyrr sagði gera breytingarnar það kleift að hægt sé að afgreiða mál með rafrænum hætti og slaka á kröfum til undirskrifta, viðveru eða afhendingu gagna í pappírsformi. Rafrænt úrræði sé því jafngildur möguleiki. Mun ekki hafa áhrif á útgjöld Við mat á áhrifum frumvarpsins segir að breytt verklag eigi að tryggja að opinberar stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum og að aðilar verði ekki fyrir réttarspjöllum við það að lögbundnir frestir renni út á meðan ástandið varir. Sem dæmi um það má nefna breytingartillögu á áfengislögum, þar sem segir að gildistími leyfa sem renna út 1. október framlengist til 1. desember ef ekki reynist unnt að framlengja leyfin. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld sveitarfélaganna og þá þykir ekki líklegt að sveitarfélög þurfi langan aðlögunartíma fyrir breytt verklag. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. „Ekki verður séð að frumvarpið geti haft neikvæð eða íþyngjandi áhrif fyrir almenning, stjórnvöld eða dómstóla, enda felur það fyrst og fremst í sér heimildir fyrir notkun tæknilausna við framkvæmd verkefna svo hægt sé að mæta ákalli almennings um bætta þjónustu stjórnvalda og dómstóla meðan áhrifa gætir af kórónuveirufaraldrinum,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem er á dagskrá þingfundar í dag sem hefst klukkan 15. Í síðustu viku tók gildi breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands og með breytingunum var frambjóðendum heimilt að safna undirskriftum með rafrænum hætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir aukna rafræna stjórnsýslu vera mikilvægt framfaraskref, en hún sé jafnframt nauðsynleg á þessum tímum vegna tilmæla yfirvalda um fjarlægðartakmarkanir og samkomubann. Sumar breytingarnar sem nú eru lagðar fram eru varanlegar, en þær miði allar að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála. Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingar á ýmsum lögum til að bregðast við vandamálum sem geta komið upp vegna kórónuveirufaraldursins. Flestar tillögurnar miða að því að liðka fyrir í stjórnsýslunni og heimila rafrænar lausnir í þeim efnum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að fyrirmæli um samkomubann og fjarlægðartakmarkanir muni hafa áhrif á framkvæmd og málsmeðferð stofnana sem heyra undir dómsmálaráðuneytið. Því sé nauðsynlegt að lágmarka áhrifin á meðan ástandið er og sjá til þess að stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum sínum. Breytingarnar snúa meðal annars að starfsemi dómstóla, sýslumanna og annarra stjórnvalda og auka heimildir til notkunar á fjarfundabúnaði og rafrænni málsmeðferð. Breytingarnar gilda til 1. október næstkomandi. Á meðal breytinganna sem lagðar eru til er að lögreglu sé heimilt að ákveða að skýrslugjöf sakbornings og lykilvitna skuli fara fram í gegnum fjarfundabúnað í hljóði og mynd. Þá getur dómari ákveðið að aðalmeðferð og önnur þinghöld fari fram í gegnum fjarfundabúnað, „enda verði þinghaldi háttað þannig að allir heyri þau orðaskipti sem fara fram“. Tillögurnar flestar á málefnasviðum sem heyra undir dómsmálaráðuneytið og eru lagðar til breytingar á lagagreinum í tólf lagabálkum. Líkt og fyrr sagði gera breytingarnar það kleift að hægt sé að afgreiða mál með rafrænum hætti og slaka á kröfum til undirskrifta, viðveru eða afhendingu gagna í pappírsformi. Rafrænt úrræði sé því jafngildur möguleiki. Mun ekki hafa áhrif á útgjöld Við mat á áhrifum frumvarpsins segir að breytt verklag eigi að tryggja að opinberar stofnanir geti sinnt lögbundnum verkefnum og að aðilar verði ekki fyrir réttarspjöllum við það að lögbundnir frestir renni út á meðan ástandið varir. Sem dæmi um það má nefna breytingartillögu á áfengislögum, þar sem segir að gildistími leyfa sem renna út 1. október framlengist til 1. desember ef ekki reynist unnt að framlengja leyfin. Ekki er gert ráð fyrir því að frumvarpið hafi áhrif á útgjöld sveitarfélaganna og þá þykir ekki líklegt að sveitarfélög þurfi langan aðlögunartíma fyrir breytt verklag. Þá er ekki heldur gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. „Ekki verður séð að frumvarpið geti haft neikvæð eða íþyngjandi áhrif fyrir almenning, stjórnvöld eða dómstóla, enda felur það fyrst og fremst í sér heimildir fyrir notkun tæknilausna við framkvæmd verkefna svo hægt sé að mæta ákalli almennings um bætta þjónustu stjórnvalda og dómstóla meðan áhrifa gætir af kórónuveirufaraldrinum,“ segir í greinargerð frumvarpsins sem er á dagskrá þingfundar í dag sem hefst klukkan 15. Í síðustu viku tók gildi breyting á lögum um framboð og kjör forseta Íslands og með breytingunum var frambjóðendum heimilt að safna undirskriftum með rafrænum hætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir aukna rafræna stjórnsýslu vera mikilvægt framfaraskref, en hún sé jafnframt nauðsynleg á þessum tímum vegna tilmæla yfirvalda um fjarlægðartakmarkanir og samkomubann. Sumar breytingarnar sem nú eru lagðar fram eru varanlegar, en þær miði allar að því að auðvelda málsmeðferð og framkvæmd ýmissa mála.
Stjórnsýsla Samkomubann á Íslandi Alþingi Tengdar fréttir Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Opna fyrir rafræna skráningu meðmælenda Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu á meðmælendalista vegna forsetakosninga sem fara fran þann 27. júní næstkomandi. 19. apríl 2020 12:10