Frjáls fjölmiðlun í húfi Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. apríl 2020 16:00 Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Fjölmiðlar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar leika lykilhlutverk í því að veita stjórnvöldum aðhald. Ekki síst á erfiðum tímum eins og nú, þar sem tímabundin inngrip í almenn mannréttindi eru meðal viðbragða við Covid-19. Fyrirliggjandi skuldsetning ríkissjóðs í tengslum við neyðaraðstoðina og aðgerðirnar sjálfar fá heldur ekki hefðbundna umfjöllun á Alþingi. Allt er upp í loft og þeim fjölgar dæmunum erlendis frá þar sem ýmsar gagnrýniverðar stjórnvaldsaðgerðir fljóta í gegn í skjóli Covid-19 þokunnar sem umlykur allt. Í einstaka ríkjum er ástandið svo slæmt að lýðræðið sjálft á í vök að verjast. Á þessum fordæmalausum tímum búa einkareknir fjölmiðlar við erfiðara rekstrarumhverfi en nokkru sinni áður. Á sama tíma búum við svo hér á landi að rekstrarleg framtíð þeirra er í höndum stjórnvalda, sem hefur það sem er af kjörtímabilinu mistekist að ná saman um nauðsynlegar aðgerðir til að styðja við rekstur fjölmiðla. Þannig hefur fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra setið fast í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis það sem af er ári, og ákveðnir stjórnarþingmenn hafa lýst því yfir að þeir styðji málið ekki. Gott og vel, þá þarf annars konar aðstoð koma til ef við viljum búa hér áfram við frjálsa fjölmiðlun. Og við hljótum öll að vilja það! Efnahagsleg áhrif Covid-19 koma illa við einkarekna fjölmiðla, enda hrun í auglýsingatekjum það síðasta sem þeir máttu við.Einstaka ráðherrar hafa verið með hálfkveðnar vísur síðustu vikur um að nú sé aðstoðin alveg að koma. En ekkert hefur gerst. Þetta gengur auðvitað ekki lengur. Það er nægileg áskorun fyrir fjölmiðla að veita stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald á tímum sem þessum. Það er ekki hægt að bjóða einkareknum fjölmiðlum upp á að sinna því aðhaldshlutverki á sama tíma og þessi sömu stjórnvöld geta með einu pennastriki ráðið örlögum þeirra. Næsti aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar er boðaður á morgun. Það verða mjög alvarleg tíðindi ef einkareknum fjölmiðlum verður ekki rétt nauðsynlegt hjálparhönd þar. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun