Ríkisstjórnin bætir við sig miklu fylgi Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2020 17:23 Ríkisstjórnin hefur fengið meðbyr í seglin á sama tíma og hún grípur til umfangsmikilla aðgerða samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup í marsmánuði. Vísir/Frikki Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur bætt verulega við fylgi sitt á síðustu vikum aðgerða vegna samdráttar í efnahags- og atvinnulífi. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup studdu sjö prósentustigum fleiri ríkisstjórnina í mars en í síðustu könnun. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 55 prósent styðja ríkisstjórnina og hefur stuðningur við hana ekki mælst meiri hjá fyrirtækinu frá því í apríl árið 2018 þegar hún var nokkurra mánaða gömul. "Meiri stuðningur mældist við ríkisstjórnina seinni hluta marsmánaðar en fyrri hluta hans, en rösklega 59% sögðust styðja stjórnina seinni hluta mánaðarins samanborið við tæplega 52% fyrri hluta hans," segir í tilkynningu frá Gallup. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur aukist mikið undanfarnar vikur samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup.Grafík frá Gallup Helstu breytingar á fylgi flokka frá síðustu mælingu séu að Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn tapi fylgi eftir mikla fylgisaukningu í febrúar. Fylgi Miðflokksins minnki um þrjú prósentustig, en rúmlega 11% þeirra sem taki afstöðu myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag. Samkvæmt könnun Gallup í mars minnkar fylgi Sósíalistaflokksins um tæplega tvö prósentustig en ríflega 3% myndu kjósa flokkinn nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið milli mánaða, eða um 0,1-1,5 prósentustig. Rösklega 23% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, liðlega 15% Samfylkinguna, ríflega 13% Vinstri græn, um 11% Viðreisn, rúmlega 10% Pírata, liðlega 8% Framsóknarflokkinn og rúmlega 4% Flokk fólksins. Liðlega 11% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa og sama hlutfall tekur ekki afstöðu eða neitar að gefa hana upp.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðanakannanir Tengdar fréttir Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05 Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07 Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna. 30. mars 2020 22:05
Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári. 30. mars 2020 12:07
Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna. 30. mars 2020 08:41