Hlutabætur misnotaðar á sama tíma og atvinnuleysi eykst sem aldrei fyrr Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. mars 2020 19:12 Drífa Snædal, forseti ASÍ. Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Á einungis tveimur dögum hafa borist tugir tilkynninga um misnotkun á nýju hlutastarfaúrræði. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir það miður nú þegar atvinnuleysi eykst hraðar en nokkru sinni fyrr. Samanlagt hafa borist um þrjátíu þúsund umsóknir um hlutabætur eða almennar atvinnuleysisbætur í mars. Til að setja þennan gríðarlega fjölda í samhengi voru umsóknirnar um 1.400 í mars í fyrra. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði allt að 13% í næsta mánuði. „Það hafa borist í kringum 5.400 til 5.500 umsóknir um almennar bætur en inni í þeim bunka eru líka sjálfstætt starfandi sem hafa orðið fyrir áföllum í rekstri vegna ástandsins. Síðan eru komnar um 25.000 umsóknir vegna skerts starfshlutfalls," segir Unnur Sverrisdottir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Þar á meðal eru 22 hópuppsagnir þar sem samtals 950 manns misstu vinnuna. Níutíu manns var til að mynda sagt upp hjá Pennanum í dag og 101 hjá Isavia í gær. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.visir/Sigurjón „Þetta eru tölur sem við höfum aldrei séð áður, ekki einu sinni í hruninu," segir Unnur. Álagið hefur því verið mikið hjá Vinnumálastofnun og svara starfsmenn um þrjú þúsund símtölum á dag. Unnur bendir fólki á að nýta heimasíðuna sé möguleiki á því. Flestir sem hafa sótt um hlutabætur hafa verið færðir niður í 25 prósent starfshlutfall, þar sem svigrúmið í úrræðinu er fullnýtt. Útgjöld ríkissjóðs vegna atvinnuleysisbóta aukast gríðarlega samhliða þessu. „Þetta skiptir einhverjum milljörðum, svo mikið er alveg víst," segir Unnur. Vika er síðan opnað var fyrir umsóknir um hlutabætur og stéttarfélögum berast nú strax ábendingar um fyrirtæki sem eru að misnota úrræðið. „Þetta eru tugir ábendinga sem hafa komið í dag og í gær þannig við ákváðum að búa til farveg fyrir þetta," segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, en fólki er bent á að senda sambandinu tölvupóst verði það vart við slík bótasvik. Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að atvinnuleysi gæti orðið allt að þrettán prósent í apríl.visir/Hanna Fólk er þá fært niður í lágt starfshlutfall en starfskraftar þeirra eru áfram nýttir. Fyrirtæki komast þannig undan launakostnaði. „Fólk er sett niður í 25 prósent starfshlutfall en því er síðan ætlað að vinna meira. Sem er ekki samkvæmt lögunum," segir Drífa. Hún bendir á að fólk tapi ýmsum réttindum þegar starfshlutfallið er minnkað með þessum hætti, líkt og til dæmis orlofi, auk þess sem tekjur skerðast. „Það gætir þess misskilnings að þetta sé beinn ríkisstuðningur til fyrirtækja til að greiða laun. Þetta er það ekki. Einhver fyrirtæki hafa farið inn í þetta úrræði ekki vitandi hver staðan verður þannig að þau eru að búa sér til borð fyrir báru. Þetta úrræði er hins vegar bara fyrir þá sem þurfa sannarlega að skerða starfshlutfall sinna starfsmanna," segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira