Marshall-áætlun FIFA í bígerð Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 19:30 FIFA ætlar að bregðast við vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar. VÍSIR/GETTY FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021. FIFA Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur úr gríðarháum fjárhæðum að moða til að hlaupa undir bagga með knattspyrnufélögum og deildum sem um allan heim finna fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt frétt Reuters er FIFA nú komið vel á veg með að útbúa „Fótbolta Marshall-áætlun“ í anda aðstoðarinnar sem Bandaríkin ákváðu að veita löndum í Vestur- og Suður-Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina. FIFA býr yfir digrum sjóðum sem metnir eru á 2,7 milljarða Bandaríkjadala eða hátt í 400 milljarða króna, en óvíst er hve djúpt í þá sjóði sambandið er tilbúið að fara. Starfshópur á vegum FIFA hefur undanfarið kannað þau efnahagslegu áhrif sem kórónuveiran hefur í för með sér fyrir fótboltaheiminn og talsmaður FIFA sagði við Reuters að sambandið gerði sér vel grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingarnar væru. Margir munu standa eftir afar illa staddir „Þetta getur valdið truflunum og hamlað getu aðildarsambanda FIFA og annarra aðila eins og deilda og knattspyrnufélaga til að þróa, fjármagna og halda áfram fótboltastarfi á öllum stigum leiksins, hvort sem er á atvinnumannastigi eða ekki, eða í yngri flokkum og grasrótarstarfi,“ sagði talsmaður FIFA og bætti við: „Það er fyrirséð að í mörgum hlutum heimsins munu stóri hópar fólks sem tengjast fótbolta, leikmenn úr röðum karla og kvenna, standa eftir í gríðarlega erfiðum fjárhagsaðstæðum.“ Segir talsmaður FIFA það skyldu sambandsins að koma til hjálpar. Hins vegar er óljóst með hvaða hætti það verður útfært en FIFA mun ráðfæra sig í þessari viku við aðildarsambönd sín. Nær öllum fótboltakeppnum heimsins hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins og keppnir á borð við EM karla og Copa America, sem fara áttu fram í sumar, færðar til ársins 2021.
FIFA Fótbolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira