Innlent

Bein útsending: Kjarnasamruni og orkumál framtíðarinnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ágúst Valfells fjallar um kjarnasamruna.
Ágúst Valfells fjallar um kjarnasamruna. Mynd/HR

Kjarnasamruni og orkumál framtíðarinnar er umfjöllunarefni fjórða fyrirlestursins í fyrirlestraröð Háskólans í Reykjavík og Vísis. Þar mun Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar HR, fjalla um þessi mál.

Fyrirlesturinn hefst klukkan 12 og verður í beinu streymi hér að neðan.

Í rúm sjötíu ár hefur verið unnið að því að nýta kjarnasamruna til raforkuframleiðslu, en ennþá hefur ekki tekist að framleiða meiri orku heldur en fer í að framkalla kjarnasamrunann.

Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvers vegna kjarnasamruni er álitlegur orkugjafi, hvað felst í kjarnasamruna, hvers vegna svo erfiðlega hefur gengið að hagnýta hann og hverjar eru mögulegar framtíðarhorfur í notkun kjarnasamruna í hagnýta raforkuframleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×