Skoðun

Fæðuskortur í skugga COVID-19

Atli Viðar Thorstensen skrifar

Í Afríku sunnan Sahara búa yfir 20 milljónir barna og foreldrar þeirra við mikinn fæðuskort. COVID-19 smitum í Afríku fjölgar nú ört og mikil hætta er á hraðri útbreiðslu í álfunni þar sem innviðir eru ekki nógu sterkir til að stemma stigu við faraldrinum.

Þrátt fyrir slæmt ástand víðsvegar í heiminum má búast við ófyrirsjáanlegum afleiðingum á líf og heilsu fólks í löndum Afríku ef útbreiðsla faraldursins verður óheft. Þegar heimsfaraldur ógnar lífi og heilsu einstaklinga í ofanálag við fæðuskort þarf að taka höndum saman og bregðast hratt við.

Rauði krossinn er til staðar í Afríku. Sjálfboðaliðar hreyfingarinnar þekkja sitt nærsamfélag og vita hvað þarf, fyrir hverja, á hvaða tíma og á hvaða stað. Þannig er tryggt að aðstoðin komist skjótt til þeirra sem mest þurfa á henni að halda. Ásamt því að fræða sín samfélög um hvernig eigi að verjast COVID-19 og aðstoða stjórnvöld við að fyrirbyggja útbreiðslu, sinna sjálfboðaliðar Rauða krossins skilvirkri og áreiðanlegri dreifingu lífsbjargandi hjálpargagna, meðal annars næringu fyrir svöng börn.

Látum ekki sjálfboðaliða Rauða krossins standa tómhentir þar sem þörfin er mest. Leggjumst á eitt við að fylla fang þeirra af lífsbjargandi hjálpargögnum, matvælum og hreinlætisvörum sem bjarga lífum - á tímum Covid19 sem öðrum tímum. Þú getur hjálpað með því að leggja Rauða krossinum lið með því að gerast Mannvinur Rauða krossins. Allar nánari upplýsingar á www.raudikrossinn.is.

Höfundur er sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×