Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og leitað viðbragða úr ýmsum áttum.

Þá fjöllum við um fimm mál sem varða möguleg brot á reglum um sóttkví, sem verið hafa til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og förum yfir tölur um fjölda heimila og fyrirtækja sem fengið hafa greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×