Sameinuðu þjóðirnar óttast hungursneyð vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 19:10 David Beasley, yfirmaður Matvælaáæltunar Sameinuðu þjóðanna, óttast að hungursneyð gæti herjað á fjölda vanþróaðra ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. EPA/SALVATORE DI NOLFI Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira
Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Sjá meira