„Hélt að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 20:31 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýna aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag harðlega. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Ríkisstjórnin metur aðgerðapakka sem hún kynnti í dag uppá sextíu milljarða króna. Komið verður til móts við fyrirtæki sem hætta þurftu starfsemi og minni og meðalstór fyrirtæki geta fengið hagstæð lán með ríkisábyrgð. Þá verður komið til móts við ýmsa hópa fólks sem hafa orðið illa úti í kórónufaraldrinum. Aðgerðapakkinn var kynntur í Safnahúsinu klukkan fjögur í dag og var honum bætt ofan á fyrri aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var fyrir um mánuði síðan sem heyrði upp á 230 milljarða króna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði að úrræðin hafi reynst vel hingað til en ljóst sé að ekki öllum fyrirtækjum verði bjargað. Síðustu vikur hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar bent á samráðsleysi og síðustu daga hafa margir þeirra lýst yfir vonum að tekin yrðu stór skref með aðgerðapakkanum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lýsti í dag yfir vonbrigðum en hún telur pakkann ekki nógu yfirgripsmikinn og að stærri skref hefði þurft að taka. „Við höfum smá áhyggjur af því að það er ennþá verið að einblína mikið á fyrirtækin, þó að þau séu auðvitað nauðsynleg og það þurfi að halda uppi atvinnustigi í landinu, þá höfum við óneitanlega áhyggjur af því að það er ekki nóg, að okkar mati, verið að mæta því tekjufalli sem heimilin eru að verða fyrir.“ „Við erum að leggja til hækkun atvinnuleysisbóta og það er mjög mikilvægt,“ bætti hún við. Þá sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, að hann hefði viljað sjá fleiri aðgerðir í þágu heimilanna en einnig hefði hann viljað sjá meira fyrir fyrirtækin í landinu. „Það er eitt og annað gott í þessu, hlutir sem hefur verið beðið eftir undanfarnar vikur, og við munum að sjálfsögðu styðja hvert einasta atriði sem horfir til úrbóta. Ég hélt, satt best að segja, að þetta yrði miklu stærra og umfangsmeira.“ „Það er eins og stjórnvöld séu stöðugt í því að bregðast við orðnum hlut og það komi þeim sífellt á óvart hvað þetta hefur mikil áhrif,“ sagði Sigmundur Davíð. „Mér fannst líka skrítið að sjá fjárhæðina sem er hugsuð fyrir fjölmiðla,“ sagði Helga Vala. „Þingið var jú búið að samþykkja 400 milljónir til fjölmiðla í síðustu fjárlögum og nú tala þau um 350 milljónir. Fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir núna.“ „Þó að það séu þarna góð atriði eins og með félagsmálin þá eru það atriði sem væri þörf fyrir hvort eð er,“ sagði Sigmundur. „Viðbrögð stjórnvalda þurfa að vera til þess fallin að taka á mestu efnahagskrísu jafnvel aldarinnar og þau þurfa þá að vera umfangsmeiri, almennari og einfaldari en þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00 Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56 Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Sjá meira
Rúmlega 3000 heimili hafa sótt um greiðslufrest hjá fjármálafyrirtækjum Um 3.300 heimili og rúmlega eitt þúsund fyrirtæki hafa fengið greiðslufrest hjá bönkum og sparisjóðum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Samtaka fjármálafyrirtækja segir mikið kapp lagt á að hjálpa fyrirtækjum í gegnum erfiðleika. 21. apríl 2020 20:00
Mótmæla að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytenda Stjórn Neytendasamtakanna mótmælir því harðlega að velta eigi lausafjárvanda fyrirtækja á herðar neytendum eins og gert er ráð fyrir í efnahagsaðgerðum stjórnvalda sem kynntar voru í dag. 21. apríl 2020 19:56
Framlög til sprotafyrirtækja og nýsköpunar aukin Rúmir tveir milljarðar fara til sköpunar um 3.500 sumarstarfa fyrir námsmenn og smærri fyrirtækjum sem gert var að hætta starfsemi verða boðnir styrkir. 21. apríl 2020 19:20