Fjögurra mánaða drengur á Akureyri greindist með COVID-19 Vésteinn Örn Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 31. mars 2020 22:32 Drengurinn var lagður inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira
Fjögurra mánaða gamall drengur greindist í síðustu viku með kórónuveiruna sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. Frá þessu greinir RÚV. Drengurinn var lagður inn á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slæmt hóstakast. Móðir drengsins hefur verið með hann á brjósti en hefur sjálf ekki smitast af veirunni. Guðrún Ólöf Björnsdóttir, móðir drengsins, segir í samtali við RÚV að ekki liggi fyrir hvernig sonur hennar hafi smitast. Eldri bróðir drengsins, þriggja ára, hafi veikst 6. mars og verið mikið veikur. Um viku síðar hafi sá yngri veikst. Ekki var uppi grunur um að drengirnir hefðu veikst af kórónuveirunni. Veikindi yngri drengsins voru hins vegar nokkuð mikil og vörðu lengi. Guðrún hafi því ákveðið að láta prófa hann fyrir Inflúensu A og B og RS veiru, en öll sýnin komu út neikvæð. Þá var ákveðið að prófa drenginn fyrir kórónuveirunni, sem hann reyndist síðan smitaður af. Móðirin ekki smituð Þá segir Guðrún að of langt sé liðið frá veikindum eldri drengsins til þess að greina og ganga úr skugga um hvort hann hafi reynst smitaður af kórónuveirunni eða ekki. Í gær var tekið sýni af Guðrúnu og reyndist það neikvætt fyrir kórónuveirunni. Drengurinn var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akureyri í dag og er að sögn móður sinnar allur að koma til. Hann er þó enn í einangrun. Fjölskylda hans er þá í sóttkví, en enginn meðlimur hennar hefur sýnt einkenni COVID-19. Þrír starfsmenn Sjúkrahússins smitaðir Þrír starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri greindust með kórónuveiruna síðastliðna tvo daga. Unnið er nú að því að rekja ferðir og smit starfsfólksins en ekki er vitað til þess að fólkið hafi smitast við störf á sjúkrahúsinu. Þetta kom fram fyrr í kvöld á vef RÚV en ekki náðist í Sigurð E. Sigurðsson, framkvæmdastjóra Sjúkrahússins við vinnslu þessarar fréttar. Rúmlega tuttugu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru nú í sóttkví og þrír eru í einangrun. Einn sjúklingur sem greindur hefur verið með veiruna liggur á Sjúkrahúsinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Heilbrigðismál Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Sjá meira