Dagur 8: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. apríl 2020 12:30 Garpur Elísabetarson er einn á einstöku ferðalagi um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Dagurinn hófst á Akureyri á Hotel Kea. Planið var að keyra í átt að Vestfjörðum og gista einhversstaðar á leiðinni. Veðrið var vont. Það blés. Það rigndi. Ég keyrði og batt vonir við að það myndi birta til. Þegar ég var að skríða upp Öxnadalsheiðina þá varð ég var við eyðibýli. Ég ákvað að svona dagur, blautur og hvass, væri góður dagur til brjóta aðeins upp með smá eyðibýlastússi. Klippa: Dagur 8 - Ferðalangur í eigin landi Ég klæddi mig upp og gekk í gegnum veðrið í átt að býlinu. Gangurinn var aðeins lengri en ég hafði gert mér grein fyrir. Vísir/Garpur Elísabetarson Kaldur og hrakinn komst ég og opnaði varlega dyrnar. Ég gekk um húsið, sem var í rústum. Ég hafði heyrt að þetta hús væri reimt og þó ég sé ekki hjátrúafullur að eðlisfari, þá stóð mér ekki á sama þegar ég gekk á mill tómra herbergja. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Ég yfirgaf húsið með hroll, hvort það hafi verið kuldahrollur eða drauga, skal ég ekki segja. Ég keyrði áfram, enn í þeirri von að það myndi sjást í bláan himinn. Svo fór að það gerðist. Allt í einu, sá ég fjöllin, hestanna, himininn. Ég elti sólina og endaði út í fjöru hjá Hvítserki, risastórt steinatröll sem stendur út í sjó. Fuglarnir flugu í kring og fjöldinn allur af selum lék sér undir honum. Ég stóð um stund og horfði á lífið í kringum tröllið áður en ég hélt aftur til baka. Það voru fleiri staðir sem mig langaði að skoða. Risastórt steinatröll Vísir/Garpur Elísabetarson Þegar ég hafði keyrt í smástund sprakk á bílnum. Þvílíkt vonleysi. Úti barði vindurinn hliðarnar á bílnum og ég neyddist til að fara út og vesenast í því. Ég barðist við að losa varadekkið undan jeppanum og á endanum gafst ég upp og leitaði á bónda í grenndinni. Hann opnaði varlega hurðina, ég hélt mig í fjarlægð. Hann bauðst til að koma og aðstoða mig, og sat ég á pallinum á bílnum hans, Það er ekki hægt að fara of varlega. En með hjálp bóndans tókst þetta og nýtt dekk komið undir. Klukkan hins vegar orðin of margt fyrir frekari könnunarleiðangra og leiðin lá á næsta gististað á Syðri Skörðugili. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Tengdar fréttir Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00 Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00 Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Dagur 6 og 7: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. 31. mars 2020 12:00
Dagur fjögur og fimm: Ferðalangur í eigin landi Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er á einstöku ferðalagi um landið. 30. mars 2020 11:00